Ok, ferðalag á morgun. Er kominn með í magann. Er ekki búinn að pakka ennþá, var í vinnunni til klukkan 7 í kvöld og hef hreinlega ekki haft tíma. Ætla að gera það á eftir.
Planið er flug til Baltimore seinnipartinn á morgun og svo flug til Mexíkóborgar gegnum Miami á fimmtudagsmorgun. Ef allt gengur eftir ætti ég að vera kominn til Mexíkóborgar um 2 leytið á fimmtudaginn.
Annað er ekki planað nema að ég á flug til Baltemore frá Gvatemala borg 1.október. Þannig að ég hef einn mánuð til að koma mér frá Mexíkóborg til Gvatemala borgar. Ég veit ekki alveg hvernig ég geri það og í hversu stórum skrefum. Ég hef bara búið til í hausnum lauslegan lista yfir þá staði, sem mig langar til að sjá. Þeir eru t.d.
* [Tikal í Gvatemala](http://www.rutahsa.com/Tikal-6.jpg)
* [Lago Atitlan í Gvatemala](http://www.smartishpace.com/files/guate/lago_atitlan8.jpg)
* [Caye Culker](http://www.beautifulbelize.com/images/photo_gallery/cayecaulker_thesplit1.jpg) í Belize eða [Bahia eyjar í Hondúras](http://images.google.com/imgres?imgurl=http://www.fthfoundation.org/images/book.jpg&imgrefurl=http://www.fthfoundation.org/bay_islands_of_honduras.htm&h=265&w=300&sz=17&tbnid=yx0JyULRTlcJ:&tbnh=98&tbnw=111&hl=en&start=3&prev=/images%3Fq%3Dbay%2Bislands%26svnum%3D100%26hl%3Den%26lr%3D%26c2coff%3D1%26client%3Dsafari%26rls%3Dis-is%26sa%3DN), þar sem eg ætla að reyna að læra að kafa
* [San Cristobal de las Casas í Chiapas, Mexíkó](http://www.mexonline.com/sccasas.htm)
* Canon del Sumidero í Chiapas, Mexíkó
Ég veit ekki hvort ég kemst á alla staðina né hvað mun bætast við eða hversu lengi ég ætla að vera á hverjum stað. Það kemur bara í ljós.
En ég stefni allavegana á að uppfæra þessa síðu reglulega á meðan á ferðalaginu stendur.
Góða ferð!
Já, góða ferð. Ég treysti því að það verði e-hjar myndir eftir ferðina. Stórefa að ég fari e-htíma á þessar slóðir.
Er í lagi að forvitnast um ferðakostnað? Þ.e. flug frá/til BWI og gistingu. Gróft áætlað náttúrulega.
kv, tobs
Takk!
Og flugkostnaður frá BWI er 38.000. Það er BWI-Mexíkó og Gvatemala-BWI. Flogið með American.
Áætlaður kostnaður per dag er svona um 3000 krónur – gisting, matur og rútumiðar. Sjáum svo hvort það stenst. 🙂
Góða ferð *bigtimeöööfund*
Hef mikið heyrt um að Utila sé góður staður til að kafa í Honduras – já og ódýrt líka að læra. Vinur minn var þarna um daginn og var mjög ánægður.
Skemmtu þér vel!
Vá hvað þetta á eftir að verða geggjað ferðalag hjá þér! góða skemmtun og góða ferð 🙂
Þá missirðu af þessu:
ohhh nú ættirðu að vera kominn til el D.F. 🙂 vá hvað ég er að deyja úr öfund….