Krææææææst!
Smá breyting á server, sem átti ekki að taka nema nokkra klukkutíma endaði á því að taka 4 daga og kallaði á endalaust vesen og pirring.
En síðan er komin upp. Reyndar í tómu rugli, en það lagast. Er komin með Movable Type 3.2 og get ekki importað gömlu færslunum. Þær koma allar með einhverja fucked-up íslenska stafi (hefur einhver reynslu af þessu?).
Allavegana, ég ætla að koma síðunni í lag á næstu dögum og svo smám saman koma upp þeim hlutum, sem ég ætlaði að bæta við á nýjum server. Þetta verður allt mikið betra.
En núna er ég hins vegar fullkomlega uppgefinn. Þetta er búinn að vera erfið vika í öllum hugsanlegum merkingum þess orðs. Núna ætla ég að leggjast niður á sófann, klára Chow Mein-ið mitt og horfa á sjónvarpið. Ég á hvíldina skilið, sama hvað þið segið.
Þótt ég sé, sem bloggari á Liverpool blogginu, næstum því jafn pirraður og þú yfir þessu, þá er samt lítill hluti af mér sem er feginn að þetta gerðist.
Þá veit ég allavega að ég er ekki einn um að lenda í netveseni.
Og já, ég er með backup af öllum bloggfærslum mínum þrjú ár aftur í tímann en get ekki sett eina einustu þeirra inn með import-i, hvorki á WordPress né MovableType, út af þessu rugli með íslensku stafina. Þú sérð annað gott dæmi hjá Jens vini þínum, gömlu færslurnar hans eru í rugli.
Ef einhver getur útskýrt hvernig á að laga þetta yrði ég manna ánægðastur.
ég lenti líka í þessu þegar ég skipti frá blogger yfir í wp – ekki alveg sátt við þetta en maður verður víst að sætta sig við ýmislegt 🙁
en ef þú finnur leið til að redda þessu, endilega postaðu henni hérna inn 🙂
Prófaðu eða breyta mt.cfg
PublishCharset iso-8859-1
Jamm, Matti, ég var að breyta þessu fyrr í dag samkvæmt [þessum ráðum](http://www.sixapart.com/movabletype/kb/entries/accented_charac.html)