Uppboð: Tæki og nýjir hlutir

(Sjá nánar um [uppboðið mitt hér](https://www.eoe.is/uppbod))

Jæja, þá er komið að fyrsta lið uppboðsins míns til styrktar fátækum í Mið-Ameríku. Í þessum hluta ætla ég að bjóða tæki og nýja hluti. Þarna eru m.a. Playstation 2 tölva, Real Madrid treyja, rauðvín, þurrkari og fleira.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin hér að neðan. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Mundu að setja þitt rétta nafn og töluvpóstfang með. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu [mér þá póst](mailto:einarorn@gmail.com) og ég set inn þá upphæð.

Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á miðvikudaginn, 14.desember 2005.

Stærri liðir:

Playstation 2 tölva

Lægsta boð: 5.000
Þetta er Playstation 2 tölva, nýrri gerðin (þynnri). Tölvan var keypt í desember í fyrra. Með henni fylgir minniskort og einn stýripinni. Ný kostar vélin í BT 12.500. Minniskortið er nauðsynlegt og kostar 3.500 krónur. Þannig að heildarverðmætið er 16.000 krónur. Með vélinni fylgja þrír frábærir leikir: Jak II, Grand Theft Auto: San Andreas og God of War. Athugið að af þessum leikjum er aðeins Jak II hæfur börnum. Hinir eru báðir bannaðir innan 18 ára. Nota bene, ég læt fylgja með tvo stýrpinna en er bara viss um að annar virki 100%.

Ég er tilbúinn að selja tölvuna sér eða með leikjunum þremur. Vélin er í nánast fullkomnu standi.

Canon Powershot G2

Lægsta boð: 5.000
Þessi [myndavél](http://www.dpreview.com/reviews/canong2/) er þriggja ára gömul, en stendur þó enn fyrir sínu. Hún er 4 megapixla og býður uppá fleiri stillingar en flestar imbavélar. Sem dæmi um myndir, sem ég hef tekið með vélinni má nefna [þessar myndir](https://www.eoe.is/myndir/arizona/gallery/). Vélin hefur reynst mér gríðarlega vel. Hún inniheldur hleðslutæki og snúru til að tengja í tölvu. Skiljanlega er hún rispuð eftir mikla notkun, en það hefur þó engin áhrif á frammistöðu vélarinnar.

Mouton Cadet Réserve 1995

Lægsta boð: 3.000
Rauðvín, ([sjá mynd](https://www.eoe.is/uppbod/mouton.jpg)) sem hefur legið hérna inni síðustu 5 árin að ég held. Þetta er **1,5 lítra** flaska af sérstakri hátíðarútgáfu af Mouton Cadet víninu frá Baron Philippe de Rotschild. Hátíðarútgáfan var seld árið 2000. Ég fékk þetta sem fyrirtækisgjöf.

Real Madrid treyja

Lægsta boð: -50kr.
Þetta er ekta Real Madrid treyja, sem ég fékk gefins. Ég hata hins vegar Real Madrid og get því varla látið sjá mig í henni. Hún er *algjörlega ónotuð* og er enn með miðunum á. Á bakinu er númer 5 og nafn Zidane. Stærð er Medium. Ég held að svona treyjur kosti ekki undir 5000 krónum útí búð.

Siemens þurrkari

Lægsta boð: 5.000kr.
Þessi þurrkari hefur legið niðrí geymslu síðan ég flutti inní íbúðina mína vegna þess að ég hef einfaldlega ekki pláss fyrir þurrkara inní íbúðinni minni. Þurrkarinn er sennilega um 10 ára gamall, en ég veit ekki til annars en að hann virki fullkomlega.

Apple 17 tommu CRT skjár

Lægsta boð: 1.000 kr.
Þetta er um 5 ára gamall [Apple skjár](http://www.everymac.com/monitors/apple/studio_cinema/specs/apple_studio_display_17_cl.html). Það þarf eflaust að dusta af honum, en hann virkaði 100% síðast þegar ég notaði hann.

32 thoughts on “Uppboð: Tæki og nýjir hlutir”

  1. Eg hata einmitt líka Real svo ef einhver ætlar að borga 50 kr. til að ganga í henni þá býð ég 300 kr til þess eins að kveikja í henni.

    Ég er ekki að grínast!

  2. Gott framtak Einar Örn!

    Vil samt tauta sma:
    An thess ad radast a sjalfan mig tha finnst mer pinu fyndid thegar folk vill taka thatt i svona en samt graeda eins mikid og thad getur. 50 kall fyrir treyjuna er audvitad grinverd, serstaklega fyrir einhvern sem laetur ser umhugad um malsstadinn.

    20 thus. kall fyrir PS2 og leikina er hinsvegar eitthvad sem gledur mig, serstaklega thar sem peningarnir fara ALLIR til styrktar malefninu.

    Ef einhver er tilbuinn ad kaupa svona treyju a 5000 kall uti bud, afhverju ekki ad gera thad sama her og senda peningana alla til hjalpar?

    Gvud blessi thig Hr. EOE

  3. Halli, þetta átti að vera mínus 50 krónur fyrir treyjuna. Og þetta var (hálfslöpp) tilraun til þess að vera fyndinn, þar sem mér er það illa við Real Madrid að ég vil losna við treyjuna hvað sem það kostar. 🙂

    En mér sýnist hæsta boð í treyjuna vera komið í 2500 kall, þannig að það reddaðist.

    Og SHIFT-3 fær sérstakt hrós fyrir að hækka eigið tilboð. 🙂

  4. 8500 í þurrkarann :smile:..verð að fá þurrkara fyrir jól :rolleyes: frábært framtak :biggrin: 🙂

  5. Bara smá samantekt, þar sem uppboðinu lýkur eftir á miðnætti í kvöld eða eftir 7 klukkutíma. Þetta eru hæstu boðin (nafnlausu boðin hafa borist mér á tölvupósti, þannig að ég einn veit nöfnin):

    Playstation 2 tölva – 20.000 – Nafnlaust
    Canon Powershot G2 – 10.000 – Nafnlaust
    Rauðvín – 7000 – nafnlaust
    Real Madrid treyja – 4.000 – Gísli
    Þurrkari – 8.500 – Sigga
    Apple skjár – 2.500 – Jan

    Samtals 52.000 krónur 🙂

  6. Uppboði lokið. Hæstu boð:

    Playstation 2 tölva – 20.000 – Nafnlaust
    Canon Powershot G2 – 10.000 – Nafnlaust
    Rauðvín – 15.000 – nafnlaust
    Real Madrid treyja – 4.000 – Gísli
    Þurrkari – 8.500 – Sigga
    Apple skjár – 2.500 – JanSamtals 60.000 krónur 🙂

Comments are closed.