Ég komst fyrir einhverjum dögum á þá skoðun að My Humps með Black Eyed Peas væri hryllilegasta lag allra tíma. Samblanda af því að laglínan hljómar einsog hringitónn, fáránlegasta texta í heimi og almennum leiðindum í laginu, gerði það að verkum að ég komst á þessa skoðun.
Sem er athyglisvert í ljósi [þessarar færslu á MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/47391) þar sem fólk skrifar um það hversu hræðilegt þetta lag er. Þannig að fólk virðist almennt séð sammála mér.
Það besta við þetta allt er þó að skoða [heimatilbúin vídeó við lagið](http://video.google.com/videosearch?q=my+humps&btnG=Search+Video). [Þetta myndband](http://video.google.com/videoplay?docid=-759345987677277187&q=my+humps) er til dæmis hrein snilld.
Einsog ég sagði, þá er textinn ódauðlegur:
>What u gon’ do with all that ass?
All that ass inside them jeans?
I’m a make, make, make, make you scream
og svo þetta:
>They say I’m really sexy,
The boys they wanna sex me.
They always standing next to me,
Always dancing next to me,
Tryin’ a feel my hump, hump.
Lookin’ at my lump, lump.
U can look but you can’t touch it,
If u touch it I’ma start some drama,
Á hvaða lyfjum er þetta fólk eiginlega?
(Skrifað í gærkvöldi)
Ég er nokkuð viss um að við yrðum hvorugir langlífir við að heyra hvað hinn hlustar á.
Ha? Ég skil ekki.
Þessi hlustun mín byggist á því að eiga veitingastað, þar sem starfsmennirnir eru nær allir stelpur frá 15-20 ára og því hlustað á FM957 allan daginn.
Þetta lag er hræðilegt! Hræðilega hræðilegt! Spurning um að fjarlægja útvarpið og vera bara með geislaspilara?
Mér finnst þetta fínt lag – gott að dilla bossa í takt við þetta. Er nokkuð viss líka að þetta lag sé eitthvað einkadjók hljómsveitarinnar sem hafi af einhverjum ástæðum ratað á plötuna.
Bjarni, það væru athyglisverðar aðgerðir, en ég er ekki svo viss um að tónlistarvalið myndi batna. 🙂
Og Gunnare, ég veit varla hvað ég á að segja.
úff, þetta er versta froða
gaman að skoða þessi vídjó, fólk er greinilega að skemmta sér :laugh:
Ef þessar 20 ára gömlu fermingargræjur þínar spiluðu skrifaða diska og einhver önnur útvarpsstöð virkaði, þá myndi málið líklega leysast 😉
Hey hey hey hey hey! Fermingargræjurnar mínar eru sko ekki 20 ára gamlar! Bara svo það sé alveg á hreinu. 🙂
Eins og talað út úr mínum munni. Ég hef ekkert á móti BEP, en þetta lag er góð ástæða til að mæta þeim öllum í dimmu húsasundi með barefli og liðsauka …
Klárlega eitt af verri lögum ársins.
Þetta lag er frábær prívatdjókur hjá þeim og ef þið hlustið vandlega á textann heyrið þið að þetta er svoleiðis heilli plánetu betri en venjulegur R&B texti um fram- og afturstæðustu hluta kvenlíkamans!
Lifi BEP!