Þetta myndband er nokkuð magnað:
Beisiklí, þá ákváðu stjórnendur bílaþáttar í Bretlandi að sjá hvað þeir þyrftu að gera til að eyðileggja Toyota pickup bíl. Niðurstöðurnar eru ótrúlegar.
Þetta myndband er nokkuð magnað:
Beisiklí, þá ákváðu stjórnendur bílaþáttar í Bretlandi að sjá hvað þeir þyrftu að gera til að eyðileggja Toyota pickup bíl. Niðurstöðurnar eru ótrúlegar.
Comments are closed.
Vídjóið virkar ekki. En er þetta ekki þegar Top Gear settu Pickupinn ofan á byggingu sem var sprengd niður og hann fór í gang.
Top Gear eru æðislegir þættir og einhver var að segja mér að þeir væru væntanlegir eða þegar komnir á Skjá einn. Sem er auðvitað bara hið best mál.
Þeir voru einmitt með “Vetrarólympíuleika” special þátt um helgina. Þar sendu þeir gamlan Mini niður skíðastökkpallinn í Lillehammer – og hann lenti á hjólunum eftir 60-70 metra stökk!
Í síðustu seríu fengu þeir líka áhættuleikara til að slá opinberlega heimsmetið í fjölda veltna í fólksbíl. Svona svo eitthvað sé nefnt.
… og fóru í fótbolta á Toyota Aygo. Sem var fyndið.
kv, tobs
Í Noregi spiluðu þeir “íshokkí” með Suzuki Swift, með norska rallýökumenn undir stýri á hinum bílunum (Hammond og May voru “fyrirliðar”). Það var töluvert meira brútal, ein velta sem stútaði einni Súkkunni etc. Svo eru kommentin frá Jeremy Clarkson auðvitað eðal 🙂
En fyrst þeir eru loksins búnir að uppgötva Top Gear, kannski þeir taki Jonathan Ross næst á dagskrá :biggrin:
Eitthvað annað en hinn ofsoðni Jay Leno.
ps.
Toppurinn á Íslandsferð Top Gear var auðvitað þegar Richard Hammond fór með Gísla Gunnari Jónssyni einsog hálfan kílómetra yfir eina víkina við Kleifarvatn á torfærujeppanum hans. Síðan fóru þeir í kapp, yfir víkina, við vélsleða.
Jámm, þetta er vídeóið úr Top Gear. Hef aldrei séð þessa þætti og hef ekki minnsta áhuga á bílum, en þetta var áhugavert.
Hef engan sérstakan áhuga á bílum, en horfi reglulega á Top Gear. Meiri háttar þættir. Clarkson er nátt’lega snarbilaður…
Þetta er frábært myndband, góð auglýsing fyrir tojótur :biggrin: