Jæja, uppboðinu er lokið. Það tók yfir tvo mánuði að klára öll mál tengd þessu átaki mínu.
Ég seldi nánast allt geisladiska- og dvd safnið mitt ásamt alls konar dóti, sem ég hafði litla þörf fyrir í mínu lífi.
Íbúðin og geymslan mín eru aðeins tómlegri en fyrir, en þó finn ég ekki mikið fyrir því´að þetta dót sé farið. Sem segir ansi mikið um það hversu mikið af drasli manni tekst að safna saman í gegnum árin.
Ég fékk einnig frjáls framlög frá fólki í kringum mig og fólki, sem les þessa síðu og einnig gaf ég sjálfur aðeins meira en 15% af desember laununum mínum.
Niðurstaðan? Jú, ég safnaði samtals:
500.000 krónum
Það er svo miklu, miklu meira en ég átti von á í upphafi. Viðbrögðin voru miklu meiri en ég vonaðist eftir og ég hef haft ótrúlega gaman af því að standa í þessu. Ég hef talað við fullt af skemmtilegu fólki útaf þessu og þetta hefur víða vakið athygli.
Ég vil þakka öllum, sem tóku þátt í þessu. Sérstakt hrós fær Ólöf frænka mín, sem gaf peninga sem hún safnaði með því að safna saman dósum í hverfinu sínu. Ég þakka öllum, sem keyptu hluti á uppboðinu og sem lögðu sína peninga í þetta átak með mér. Ég er viss um að peningnum okkar er vel varið hjá Oxfam.
Peningurinn allur (um 7.500 dollarar) mun allur fara til hjálparstarfs Oxfam í Mið-Ameríku, þar sem hálf milljón króna er mikill peningur. Ég millifærði peningana til Oxfam síðasta föstudag og ég treysti Oxfam mjög vel til þess að koma þessum peningum í góðar hendur. Ég mun setja inn hérna staðfestingar frá Oxfam fyrir peningagjöfinni þegar þær koma.
Frábært framtak hjá þér, það ættu fleiri að taka þig til fyrirmyndar.
Til hamingju með þennan árangur! Þetta var frábært framtak hjá þér og það var virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu. Til hamingju, aftur. 🙂
Frábært. Til hamingju með árangurinn.
Og já, ég á víst enn eftir að sækja þennan disk til þín…
Áhugaverðasti hlutinn af þessu öllu ætti að vera afhverju Oxfam umfram aðra fengu þennan pening þar sem nokkuð margir mættu huga ekki einungis að því að dreifa auð sínum og tíma til þeirra sem minna mega sín heldur oft á tíðum mun betur. :confused:
Væri gaman að heyra hvað hefði leitt þig að Oxfam.
Ég hef lesið mikið um hin ýmsu samtök og bæði hugleitt að gefa þetta til stærri samtaka, sem og minni. Var búinn að leita mér að upplýsingum m.a. [hér](http://ask.metafilter.com/mefi/27156) og í þeim tenglum, sem er þar bent á.
Undantekningalaust hafði Oxfam gríðarlega gott orð á sér fyrir verkefni, sem og peningastjórnun. Já, eflaust eru þeir ekki fullkomnir og þú lumar eflaust á einhverjum sögum af þeim (ef marka má orðalagi á kommentinu), Daði – en eftir mjög ítarlega skoðun ákvað ég að þau væru besti kosturinn.
Til hamingju, þetta framtak er til fyrirmyndar 🙂
Stórglæsilegt!
Þú ert öðrum góð fyrirmynd 🙂
Reyndar er það alveg mesta furða að ég luma ekki á neinum góðum sögum af Oxfam en aftur á móti bara unndið með Oxfam UK sem voru mjög hjálplegir. Ég set bara almennt spurningarmerki við bandarísk samtök (eða bandarísk útibú) vegna þess að hugmyndafræði þeirra er oft á tíðum vafasöm og frábrugðin annara.
Og ég hefði kannski átt að lesa yfir það sem ég skrifa en ég var meira að benda á að framtak þitt þó það var frábært, aðdáunarvert í alla staði og veitir vonandi innblástur til margra þá eru mjög mörg hjálparsamtök sem beinlínis gera ógagn eða sökum yfirbyggingar skila aðeins broti af peningunum til þeirra sem þurfa en eru á sama tíma gríðarlega vinsæl og öflug í að draga að sér góðgerðarmenn og konur.
Ég biðst afsökunar ef þú hefur tekið þetta annars tel þín sem ég skrifaði, eins og áður hefur verið sagt betur af öðrum og mér: virkilega aðdáunarvert framtak.
Minni aftur á fyrri yfirlýsingar mínar um að sækja um starf í þróunarlöndunum, nóg af verkefnum fyrir hagfræðing með hugmyndafræðina á réttum stað að finna þar. 😯
Frábært framtak hjá Einari og sýnir vel hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi.
Ég veit ekkert um þessi samtök en treysti því bara að Einar hafi valið vel.
Takk 🙂