Af einhverjum ástæðum, sumum skiljanlegum, öðrum ekki, hefur áhug minn á þessari vefsíðu dofnað að undanförnu. Það er ekki svo að líf mitt hafi verið viðburðarlítið, laangt því frá. En einhvern veginn hef ég minni þörf fyrir að deila reynslu minni hér.
Það kann þó að breytast og oftast þegar áhuginn á þessari síðu hefur dottið niður, þá hefur hann vaknað fljótlega aftur.
En ég ætla að taka hérna upp nýjan fídus á þessa síðu, það er smá tónlistarblogg. Ég ætla að fjalla um lög, sem ég elska – af hverju ég elska þau og skýra frá því ef ég tengi þau við ákveðna atburði í mínu lífi. Ég veit ekki hversu oft ég mun gera þetta, en þetta mun gerast öðru hvoru.
Allavegana, hérna er fyrsta lagið:
[Girl from the North Country – Johnny Cash og Bob Dylan](https://www.eoe.is/stuff/girl-north-country.mp3) – Mp3 skjal, 5,3mb
Ég hef fílað Johnny Cash í nokkur ár. Byrjaði að fíla hann áður en það varð jafn hipp og kúl og það er í dag. Ekki það að ég sé að gera lítið úr athyglinni á Cash í dag, því hann á hana svo sannarlega skilið, enda snillingur. Cash er sennilega fyrsti kántrí listamaðurinn, sem ég byrjaði að fíla. Tengdi hann eiginlega ekki við kántrí í upphafi, þar sem ég byrjaði fyrst að hlusta á American plöturnar fyrir mörgum árum.
En Cash hefur svo sannarlega hjálpað mér að yfirstíga vanþóknun mína og fordóma á kántrí tónlist. Já, fulltaf kántrí tónlist er hreinasta drasl. En það þýðir ekki að það megi flokka alla tónlistina undir einn hatt. Það er einfaldlega til hellingur af frábærri kántrí tónlist, sem ég er bara rétt að byrja að læra að meta.
Dylan uppgötvaði ég hins vegar ekki fyrr en miklu seinna. En í þessu lagi eru þeir samankomnir tveir snillingarnir, Cash og Dylan. Dylan með röddina í skrýtnum kántrí-ham og Cash með sína ótrúlega mögnuðu rödd og syngja saman þennan frábæra dúett í lagi eftir Dylan. Þetta lag er langt frá því að vera mitt uppáhaldslag með Dylan, en það að þeir syngi saman gerir það sérstakt.
Lagið er tekið af Nashville Skyline, sem Dylan tók upp í Nashville og er sennilega hreinræktaðasta kántrí platan, sem hann hefur tekið upp.
líst vel á þetta tónlistarblogg hjá þér enda með góðan og umfram allt fjölbreyttan tónlistarsmekk…. vonandi færðu fólk til að uppgötva nýja tónlist og að fara út fyrir sitt “comfort zone” í tónlistinni…
Takk, ég reyni mitt besta 🙂
heh, fyndið þetta er einmitt eitt af lögunum sem er á randomlistanum í iTunes hjá mér 🙂 Kallinn er búinn að vera að kenna mér að meta Cash, Dylan og Nelson síðustu ár og gengur bara svona asskoti vel. Skelltum okkur meðal annars á eina skrítnustu tónleika sem ég hef farið á núna í Okt í Álaborg, Dylan sjálfann 🙂
Mér finnst röddin hans Cash bara æði.. svo rám, djúp og æðislega kósí eitthvað.. 🙂
þetta er alveg hreint yndislegt lag. líst vel á tónlistarbloggið 🙂
Takk fyrir þetta lag, ég hef ekki heyrt það áður enda nokkuð nýbyrjuð að hlusta á Dylan af einhverri alvöru. Johhny Cash er líka í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur verið það í nokkurn tíma. Hef alltaf verið sökker fyrir köllum með gítar og hrjúfa rödd..
Mér lýst mjög vel á tónlistarbloggið. Þú ert með breiðan og skemmtilegan tónlistarsmekk 🙂
tilviljun ? var reyndar að hlusta á umskrifaða plötu, Nashville Skyline, er ég las þessar skriftir þínar. Veit ekki hvort að það sé merki um eitthvað yfirnáttúrulegt eða að þetta sé skitin tilviljun. Tíminn einn mun leiða það í ljós, sem hann gerir í flest öllum tilvikum, Vafa atriði ?
rómó 🙂