Ég er að fara út í fyrramálið í massíva fótboltaferð. Vona að hún verði jafn vel heppnuð og [síðasta fótboltaferð](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/06/04/21.34.16/).
Planið er semsagt að fara út á morgun til Barcelona. Þar verð ég á þriðjudag á fundum hjá fyrirtæki, sem ég sé um að markaðssetja hér á landi, og svo um kvöldið fer ég í boði þess fyrirtækis á **Barcelona-Chelsea** á Nou Camp!
Þetta er náttúrulega leikur ársins hingað til og ég er orðinn alveg fáránlega spenntur. Ég hef séð Barcelona spila 3svar áður á Nou Camp, en aldrei í jafnstórum leik og núna.
Á miðvikudaginn á ég svo flugmiða frá Barcelona til Liverpool. Þar mun ég á miðvikudagskvöld vera mættur í Kop stúkuna til að horfa á **Liverpool-Benfica**. Þar þarf Liverpool að vinna upp eins marks tap frá fyrri l eiknum og er ég bjartsýnn á að það gerist. Ég er einnig nokkuð viss um að Robbie Fowler mun skora sitt fyrsta mark í þeim leik. Gott ef það verður ekki bara beint fyrir framan nefið á mér. 🙂
Allavegana, býst ekki við að uppfæra fyrr en ég kem heim.
öfund er ekki nógu sterkt orð til að lýsa því hvernig mér líður núna… :confused:
Öfund er ljótt orð 🙂
Maður á að samgleðjast ….. :tongue:
Vonum svo bara að þetta verði eftirminnileg ferð, þar sem Barca vinnur Chelsea og LFC vinnur Benfica.
auðvitað samgleðst ég Einari… 😉
ég verð samt að fá að segja ÖFUND… þó maður samgleðjist nú líka!!
Já úúúff ég verð að viðurkenna að mér dettur ekkert annað orð í hug en Öfund… þekki þig ekki neitt en tilviljun ein réð því að ég álpaðist inná þessa síðu þína… (liverpool bloggið hjálpaði aðeins til) 🙂 Ég bara er orðlaus… ég gæfi ansi mikið fyrir að vera í þínum sporum núna, þó svo að fyrri leikurinn sé búinn (slakur og jafntefli) og Chelsea dottnir út. En rúsínan í pylsuendanum er eftir… já orðlaus… en mínir menn (Liverpool) taka þetta með stæl og ég tippa á 2-1 (Gerrard og Fowler með mörkin að þessu sinni)
😉
Komin aftur… ég fékk móral yfir að hafa tippað á 2-1 í leiknum á morgun…ætlast nú til að okkar menn komist áfram..þess vegna ætla ég að leggja allt mitt traust á Reina og hans frábæru markvöslu 2-0 fyrir okkur 🙂 :biggrin2:
Það var ekki lítið fagnað á San Siro í gær þegar það var ljóst að Liverpool dytti út. Annars frábær leikur hjá A.C.
Gott á Liverpool. Það dugir ekki að spila leiðinlegan fótbolta. Arsenal sannaði það, eitt enskra liða þetta árið. Ef þetta heldur svona áfram snúa unnendur góðrar knattspyrnu sér að öðrum deildum en þeirri ensku.
einar, það er ekkert enskt við Arsenal..
Glymur hæst í tómri tunnu kallinn minn..
NÚ!!! London er víst höfuðborg Tékklands er það ekki? :biggrin2: