Change of plans

beach-th.jpgÞegar ég byrjaði að skipuleggja fríið mitt fyrir nokkrum mánuðum var ég í góðu sambandi með stelpu, sem ég trúði að myndi endast. Þrátt fyrir að vera í sambandi var ég samt ákveðinn í að ferðast einn því að kærastan mín gat ekki komist með vegna skóla.

Þegar ég byrjaði að skipuleggja þetta allt, þá fannst mér það hljóma rosalega vel að fara til Indlands og Nepal. Fara í langar gönguferðir uppað grunnbúðum Everest, fara til múslimalanda einsog Bangladesh (enginn bjór) og fleira slíkt.

En núna þegar ég er ekki lengur í sambandi, þá breytast hlutirnir. Ég fann eftir að sambandið endaði að ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir ferðinni. Og þess vegna ákvað ég eitt kvöldið að breyta algerlega um stefnu. Fékk smá ráðleggingar frá stelpu sem hefur ferðast um svæðin og ákvað að breyta. Því er ég núna að fara í tveggja mánaða ferðalag um…

Suð-Austur Asíu

Þetta er auðvitað AÐAL bakpokaferðalags-staðurinn, fullur af Evrópubúum, Könum og Áströlum með Lonely Planet bækur á lofti. Og af einhverjum ástæðum, þá þykir mér það alveg æðislega heillandi þessa stundina.

Ég hugsaði til síðasta ferðalags og hvenær mér leið best þá. Ég held að það hafi verið á Roatan í Hondúras. Þar kynntist ég fulltaf skemmtilegu fólki (og kærustu reyndar líka), slappaði af í strandbæ, lærði að kafa og djammaði svo á ströndinni á kvöldin. Það var æði og ég held að það séu varla til betri staðir en eyjarnar í kringum Tæland til að upplifa eitthvað svipað.

Þannig að planið er eitthvað á þessa leið: Fljúga til Bangkok og skoða mig um þar. Fara svo til Kambódíu (Pnom Penh, strandbæir og Angkor Wat) og fikra mig svo frá Suður-Víetnam alla leið upp til Hanoi, þaðan sem ég myndi taka flug til Bangkok. Þessi partur á að taka um mánuð.

Svo er planið að eyða seinni mánuðinum á Tælandi. Skoða landið, heimsækja fullt af eyjum, kafa, djamma og skoða lífið. Ef ég hef einhvern tíma gæti ég svo kannski kíkt líka yfir til Malasíu. En ég ætla ekki að plana þetta of mikið, heldur hafa bara mjög rúman tíma. Held að tveir mánuðir fyrir 3 lönd séu ágætis tími og að ég ætti að geta séð fulltaf hlutum.

Ég er orðinn alveg hrikalega spenntur!!!

11 thoughts on “Change of plans”

  1. Hljómar vel, mjög vel… hrikalega skemmtilegt að djamma í Bangkok en samt svo mikið yfir strikið að mörgu leiti. Var alltof stutt í Tælandi og bara BKK svo veit varla meira.

    En þú hefðir ekki lent í neinum vandræðum að finna svipað fólk á Indlandi, t.d. Goa sem er full af fólki eins og þér.

    Frábær ferð samt, alltaf langað til Vietnam og á meira að segja Rough Guide því ég ætlaði að fara í fyrra. :confused:

  2. Saell.

    Er i Indlandi ad vinna mig nidur til Goa, Hampi (klifra thar) og sidan enda i Bangalore i lok sept. Maeli reyndar hiklaust med Pakistan, allar thaer skodanir sem vesturlandabuar hafa a thvi landi eru misskilningur eda bull.

    Areitid i Indlandi er miklu meira, folkid og natturan i Pak er mognud, tha serstaklega i nordurherudunum.

    Tek undir thad ad madur faer lang mest ut ur thvi ad gera eitthvad, trekka, kafa osfrv. Kynnist folkinu og landinu best i gegnum eitthvad slikt. Audvelt ad detta i thann pakka ad hanga a Lonely Planet hotelum og fara ekkert ut, sbr. ansi margir turhestar sem vid hofum hitt her i Indlandi.

    Getur tekkad a loggnum okkar a http://alpaklifur.blogspot.com en thvi midur eru engar myndir komnar inn. Munum halda opna myndasyningu ur ferdinni og auglysa, sennilega i okt.

    Hils,
    Scweppes

  3. Jammm, ég vissi um Goa – og eftir að ég byrjaði að hugsa þessi mál þá var ég að spá í að eyða slatta af tíma þar. En svo fattaði ég bara að mig langar meira til Suð-Austur Asíu. Er búið að dreyma um að fara þangað mun lengur en til Indlands.

    Indland er þá væntanlega bara næst í röðinni. 🙂

  4. Ahm – tha tekur thu Pak i leidinni. En djofull hljomar kofun i Thailandi vel. Thetta verdur snilld hja ther…

    S

  5. Já mér líst gríðarlega vel á þessi ferðaplön, þannig að mér datt í hug að senda þér slóð á veitingastað sem er sem er í Hanoi, en vinnur min frá Ástralíu á þennan stað ásamt ferðaskrifstofu. Hann þekkir Víetnam gríðarlega vel, enda verið það í 6 ár. Hann mun gera allt fyrir þig ef þú kemur til hans og getur örugglega leist flest þau vandamál sem upp geta komið þarna!
    Barinn heitir Barracuda og ferðaskrifstofan Wide Eyed Tours http://www.wideeyedtours.com

  6. Gleymdi einu sem ég þarf að koma á framfæri, eins og svo oft áður er Rough Guide um Thailand er miklu betri en Lonely Planet um sama land en furðulegt nokk er Lonely Planet South East Asia on a Shoestring betri en Rough Guide South East Asia. Allar þessar bækur fást notaðar og nýjar úti á hliðargötum Khao San í Bangkok svo þú þarft ekkert að stressa þig alltof mikið að taka nokkur kíló af pappír með þér.

    Ætli Rough Guide vilji ekki fljótlega borga mér fyrir auglýsingarnar?

    Persónuleg finnst mér ágætt að vera með notaðar bækur sem er búið að skrifa inn í og setja nótur, og búið að bæta gagnlegum hlutum við hverja borg o.s.frv.

    LonelyPlanet (PilotGuide) þættirnir um Thailand og Kambódíu eru ágætir en Víetnam þátturinn er frekar dapur.

    Reyndur ferðalangur eins og þú gleymir því vafalaust ekki en segi það nú samt, muna eftir littlu heyrnartóli með hljóðnema til að Skypa við vini og vandamenn heima, sparar alltaf pening :biggrin:

  7. Takk, Ásgeir og Daði. 🙂

    Ég er búinn að kaupa mér LP bækurnar. Aldrei þessu vant þá fékk ég þá flugu í höfuðið að prófa að vita eitthvað smá um það hvert ég væri að fara í stað þess að ákveða það þegar ég kem á staðinn.

    Ekki það að ég ætli að vera skipulagður, en ég vildi vita e-ð smá.

  8. Hver ertu eiginlega?!
    Varð bara að senda línu og hrósa þér ferlega þar sem þú ert bara draumaprins allra kvenna held ég….lifir heilbrigðu lífi (að mér sýnist í gegnum þessa síðu a.m.k.), ert vel menntaður og í góðu starfi. En svo ertu líka ævintýramaður og ert að fara EINN í ferðalag til Suð-Austur Asíu!!! Common þú ert rosalegur og bara ótrúlegt að þú sért ekki gengin út ennþá með 5 börn eða svo. En trúðu mér….það kemur að því. Annars forðast brennt barn reyndar eldinn skiljanlega. En hvað um það er ekki ennþá komin að því sem ég ætlaði upphaflega að segja; ég fór sjálf til Tælands fyrir nokkrum árum….ekki EIN heldur með hóp af góðum vinum og fannst þetta ótrúlegt land. Var viku í Bankok og svo í tvær vikur á hinni mjög svo fögru Phuket eyju. Tælendingar eru stórkostleg þjóð og mjög svo gestrisnir. Landið er stórkostlega fagurt. Bankok heillaði mig ekkert sérstaklega reyndar, mjög mikil mengun og ég man að mér brá alveg rosalega þegar ég kom út úr flugstöðinni því ég náði varla andanum fyrir fnyk….og það átti bara eftir að versna þegar ég kom inn í miðborgina. Við fórum reyndar í ansi frumlegan hjólreiðatúr með hollenskum leiðsögumanni sem hófst inni í miðri borg en endaði upp í fjöllum og þetta voru sko engin fjallahjól sem við vorum á heldur algjörlega gíralausar druslur. En í minningunni var ferðin ógleymanleg. Góða ferð og skemmtu þér vel.

Comments are closed.