Ó, internet! Ó internet, hversu mikið hef ég saknað þín!
Fimm heilir dagar án heima-net-tengingar eru einfaldlega meira en ég get þolað án þess að fara á taugum. Hvernig á ég að geta lifað án þess að skoða tölvupóstinn minn 15 sinnum á dag? Hvernig á ég að hlusta á útvarp? Missti ég ekki af einhverju ótrúlega spennandi á bloggsíðum landsins?
Það tók verulega á að vera netlaus svona lengi, en þökk sé Hive þá er ég núna kominn með nýja og fína net-tengingu, sem hagar sér vonandi betur en gamla Landssímatengingin mín. Því miður er ég búinn að gleyma öllum þeim ódauðlegu bloggpistlum, sem ég var búinn að semja á þessum tíma.
—
Já, og Jensi segir allt sem segja þarf um þetta [blessaða prófkjör á laugardaginn](http://www.jenssigurdsson.com/2006/11/13/lundarfar-damiens). Hvað var fólk að meina með því að setja Kristrúnu ekki ofar? Hvurslags eiginlega?
>Þessi flokkur gæti verið svo miklu miklu meira. Hvaða rugl er þetta? Hafna framtíðarleiðtoga jafnaðarmanna og einhverjum frambærilegasta stjórnmálamanni sem hefur komið fram vinstra megin við miðju í langan tíma?
>…
>Formenn eru felldir á landsfundum, ekki í prófkjöri rétt fyrir einhverjar mikilvægustu þingkosningar í sögu þjóðarinnar.
>Hættið þessari vitleysu.
>Fylkið nú liði að baki formanni og varaformanni. Hættið þessum innanflokkskítingi og fellið helvítis ríkisstjórnina.
—
Og hvað er málið með þetta “hun hedder Anna” lag? Er þetta eitthvað djók sem ég er ekki að fatta af því að ég er búinn að vera svona lengi í Asíu?
Þetta er grín sem þúrt búinn að missa af…
http://www.youtube.com/watch?v=NPVrdBz_Y0c
Mér finnst “Ana Ana” kúl :biggrin2:
Lilja, ég sem hélt að mér hefði tekist að bæta tónlistarsmekkinn þinn svo mikið. Úr James Blunt yfir í Dylan. Og svo kemur þetta komment! 🙂