Við á Serrano ætlum að fagna 4 ára afmælinu okkar á laugardaginn. Ég veit að eitthvað af fyrrverandi starfsfólki Serrano les þetta blogg og við ætlum einmitt að bjóða fyrrverandi starfsfólki á afmælið. Þannig að ef þú hefur unnið á Serrano og…
1. Varst ekki rekinn útaf því að þú sagðir okkur að amma þín væri dáin, þrátt fyrir að hún væri á lífi… eða
2. Sagðir ekki upp með sms skeyti fimm mínútum fyrir vakt… eða …
3. Hefur ekki kallað mig meira en fimm vondum nöfnum eftir að þú hættir…
…þá endilega hafðu samband við mig á einarorn@gmail.com og ég segi þér allt um það hvenær og hvar á að mæta.
Við viljum endilega sjá sem flesta! 🙂
hahah!! Ekki gerir fólk bara svoleiðis, þú segir ekkért bara að amma þín hafi dáið!!! Djöfull er fólk klikkað
Júmmmm, allt þetta hefur gerst. 🙂
En ef ég hef borðað þarna og blótað matnum með minna en 5 orðum, telur það með?
Annars held ég að ég ætti að vera vara-starfsmannastjóri því ég var einu sinni að reyna við starfsstúlku þarna og sagði henni að hún mætti ekki hætta því ég væri of feiminn til að biðja um símanúmerið hennar og því yrðum við að hittast áfram á Serranos reglulega. Ég sá hana þarna oft eftir það. Það hlýtur að telja eitthvað?
He he, þetta er ágætis pikkup lína hjá þér 🙂