Hagfræðingur heimsækir MæSpeis

Nota bene, tölurnar sem voru hérna inni fyrst voru aðeins skakkar. Ég lagaði þær til.

[Ég](http://myspace.com/einaro) er búinn að vera sæmilega hooked á þessu MySpace dæmi undanfarna daga. Eftirfarandi hluti hef [ég](http://myspace.com/einaro) lært:

  • Stelpur eignast fleiri vini en strákar
  • Íslenskar stelpur kalla allar vinkonur sínar “sæta”.
  • Það er reyndar ótrúlega mikið af sætum íslenskum stelpum á MySpace, en samt…
  • MySpace er ótrúlega ávanabindandi.
  • Fólk hefur gaman af því að taka sjálfsmyndir. Ég er ánægður að sjá að ég er ekki einn um það.
  • Skemmtileg tölfræði:
    Fjöldi íslenskra stelpna á lausu á aldrinum 20-30 á MySpace: 4.969.
    Fjöldi íslenskra stráka á lausu á aldrinum 20-30 á MySpace: 4.369.
    Semsagt fleiri íslenskar stelpur á lausu en strákar. Húrra fyrir því!
  • Fjöldi íslenskra stelpna á aldrinum 20-30 á lausu og á MySpace til að deita: 194.
    Fjöldi íslenskra stráka á aldrinum 20-30 á lausu og á MySpace til að deita: 346.
  • Semsagt 7.9% karlmanna og bara 3,9% íslenskra stelpna á lausu á MySpace segist vera þar til að deita. Annaðhvort eru allir single Íslendingar svona ofboðslega ánægðir með að vera single, eða þá að þau vilja af einhverjum ástæðum ekki nota MySpace í makaleit.
  • Fjödli stelpna á lausu sem eiga barn (allur aldur): 450
    Fjöldi stráka á lausu sem eiga barn (allur aldur): 170
  • Íslenskar konur á MySpace á aldrinum 20-30:

    Giftar: 288
    Fráskildar: 54
    Í sambandi: 1916
    Á lausu: 4.969.

    Semsagt samkvæmt MySpace þá eru 68,7% kvenna á Íslandi á aldrinum 20-30 á lausu!!!

    Augljóslega er ekki svo hátt hlutfall kvenna á íslandi á lausu, þannig að fólk á lausu virðist sækja í MySpace. Samt virðist enginn viðurkenna makaleitina. 🙂

Jammmm…

11 thoughts on “Hagfræðingur heimsækir MæSpeis”

  1. Ég er bara á myspace til að skoða flottar myndir af sætum hommum sem eru berir að ofan…

    Samt er ég á lausu og klárlega ekki í makaleit á myspace! Ó mæ lord no

  2. Er hægt að sjá þessar upplýsingar einhversstaðar, eða hefur alls ekkert að gera? 🙂

  3. Ég veit ekki hvort maður þurfi að vera skráður inná MySpace, en það er allavegana hægt að [leita eftir fólki eftir ákveðnum forsendum hér](http://browseusers.myspace.com/browse/browse.aspx?&MyToken=dc6ce730-0ee2-48cf-bc17-0e871299c80c). Þannig að ég fletti upp þessum upplýsingum til að skoða.

    Eða til að svara spurningunni þinni: Nei, ég hef ekkert betra að gera en að horfa á Meistaradeildina í fótbolta og dunda mér við þetta 🙂

  4. myspace er snilld til að finna kæró
    sérð myndir af fólki
    hverja hann þekkir
    hvernig hann kemur fram við fólk
    æi allskonar hægt að njósna:)

  5. Er ekki bara single defaultið, þannig að þegar einhver skráir sig þá er hann í upphafi skráður single, en getur svo breytt því ???? Spyr sá sem ekki hefur prófað myspace.

  6. Nei, það var nú ekki pælingin. Ég man ekki af hverju ég skráði mig í upphafi.

    Er þarna aðallega til að kynnast nýju fólki. 🙂

  7. Samt: Er ef til vill ekki hægt að skýra þetta með því að fólk á lausu sé einfaldlega virkara félagslega. Rétt eins það bloggar meira ef það er á lausu, og fer oftar á kaffihús. 😉

Comments are closed.