Getur einhver CSS sérfræðingur sagt mér af hverju það birtist rauður rammi utanum Serrano logoið hér að neðan í Firefox og hvernig ég get losnað við hann? Sem og rauð lína undir myndinni í [þessari færslu](https://www.eoe.is/gamalt/2007/01/06/20.14.20/)? (myndirnar eru tengill yfir á stærri mynd – og þetta kemur ekki í Safari á Mac).
6 thoughts on “CSS”
Comments are closed.
Settur border=”0″ í taggið og þá hverfur rauði ramminn í kringum myndina.
Venjuleg hegðun linka er að það er underline undir texta í þeim og border utan um myndir í þeim. Rauði borderinn sem þú sérð um Serrano lógóið er því eðlileg hegðun.
Ég veit ekki í hvað annað þú notar .floatno klasann sem hangir á logóinu, en það mundi duga að drepa borderinn á honum til þess að laga þetta þetta tilvik.
.floatno {
border : 0;
float : left;
margin : 0 7px 0 0;
}
Annað sem þú getur gert er að taka inn general reglu sem er td. svona:
.entrybody a img { border : 0; }
Þetta mundi taka burtu border á öllum linka-myndum inni í færslutexta.
Rauða línan undir myndum er vegna þess að þú ert að nota bottom-border til þess að framkalla línur undir texta frekar en undirstrikun. Ekkert að því og margir sem gera það. En… Linkar utan um myndir eru að erfa þennan stíl.
Þetta er sumsé ekki á myndinni heldur er border bæði á myndinni og linknum um hana.
Í þessu tilviki mundi þetta duga til þess að laga vandamálið:
#adalinnihald .flickr-frame a:link,
#adalinnihald .flickr-frame a:visited {
border-bottom: 0;
}
Takk fyrir þessar pælingar, Borgar.
Ég prófaði þetta aðeins – og núna eru allar þessar skipanir inní CSS skjalinu. Þetta lagaði tilfellið með Serrano logoinu (ég nota bara floatno ef ég vil hafa myndir inní texta án ramma – vanalega eru myndir til vinstri í texta með svörtum ramma).
En þetta gerir tvennt vitlaust. Fyrir það fyrsta, þá fer rauða línan ekki af fjallamyndinni og auk þess fór grái ramminn sem var utanum þá mynd í burtu.
Það eina, sem ég vil er að geta stjórnað mynunum þannig að ef ég skýri mynd class=”midja” þá vil ég að myndin hagi sér alltaf eins, sama hvort hún sé tengill eða ekki. :confused:
Þú gætir sett inn global stíl á img tagið,
img { border:none; }
Ég geri ráð fyrir að almenna case-ið sé að þú viljir aldrei hafa border á neinum myndum. Eða bara
a img { border: 0; }
ef þú vilt bara að það sé aldrei border á myndum í linkum.
Með seinna vandamálið, eins og Borgar sagði þá er vandamálið að þú notar border á a tagið í staðinn fyrir underline á textann. Því miður er enginn selector í CSS sem segir ‘Border á a, nema ef það á barn sem er img’. Það sem er kannski einfaldast að gera er að búa bara til einhvern imglink class, t.d.
.imglink { border-style:none;}
og setja hann síðan á þá linka þar sem eru myndir, t.d. . Ekki það fallegasta í heimi en ætti að virka.
Það sem Einar sagði!
Það er best fyrir þig að hafa 3 klasa, eins og .floatno, sem færa myndir ýmist til hægri, vinstri, eða miðju. Svo fer það svoldið eftir því hvernig þú vilt hafa default ramma á þessu hvernig tekið er á því.
Best væri að vita hvernig þú vilt hafa default hegðun á þessu? Eiga myndir almennt að vera með eða án border? Ætlarðu að gefa það til kynna af myndir eru linkar?
Hmm, vissi ekki að maður gæti sett inn html hérna. Dæmið átti að sjást svona:
[a class=”imglink” href=”http://foo.is”][img src=”…”][/a]
(Skipta út [] fyrir html hornklofa <>)e