My Humps

Fólkinu, sem stóð fyrir flugeldasýningu í Vesturbænum til klukkan 5 í nótt verður ekki boðið í afmælið mitt.


Þetta stórkostlega myndband hér að neðan tók ég í rútuferð til Phnom Penh í Kambódíu. Í þessari ferð var bílstjórinn svo vingjarnlegur að spila fyrir okkur non-stop karókí myndband með nokkrum kambódískum slögurum.

Svo að allir gætu komist í rétta stemningu var svo hljóðið stillt í hámark.

Mér fannst ég kannst við eitt lagið og ákvað að taka upp stutt myndskeið. Rútan er á hræðilegum veg, þannig að myndatakan er ekki mjög góð. En hljóðið skiptir öllu máli.

Þetta lag er náttúrulega algjör klassík!!!

2 thoughts on “My Humps”

  1. ahahahahaha… snilld… :laugh:
    ´
    Tónlistarfólk í Kambódíu eru snillingar í að þýða yfir á eigið tungumál… veit ekki hversu mörg vinsæl lög ég heyrði með kambódískum texta þegar ég var þarna!!

  2. Ji minn eini…þetta er alveg frábært!!! Alltaf skemmtilegt þegar fólk þýðir lög yfir á annað tungumál! Get t.d ekki sagt hvað ég hló mikið þegar gaurinn á FM þýddi “Beautyful” lagið með James Blunt …. það var alveg hrillingur!

Comments are closed.