Ég verð að játa það á mig að ég breytist í mesta nörd í heimi í kringum MacWorld þar sem [Apple](http://www.apple.com) tilkynnir um nýjar vörur. Klukkan 17 í dag stígur Steve Jobs á svið og segir okkur Apple aðdáendum hvað við hreinlega **VERÐUM** að eignast á næstu vikum.
Það er varla til sá hlutur, sem Apple framleiðir, sem ég væri ekki til í að eiga. Núna á ég tvær Apple tölvur (iMac og nýja og yndislega Macbook Pro) og tvo iPod-a (Nano og 60gb photo). Flestir [búast við því](http://daringfireball.net/2007/01/macworld_expo_predictions) að Apple muni í dag kynna nýjan Apple GSM síma (Wall Street Journal segir m.a. frá því) sem þýðir að tveggja ára Samsung síminn minn mun sennilega lenda í einhverju hræðilegu slysi á næstu dögum, sem hreinlega **neyðir mig** til að kaupa mér nýjan síma!
Ó, ég er spenntur!
Er í sömu sporum, get ekki beðið!
Er samt aðallega spenntastur fyrir nánari upplýsingum um Leopard, og svona almennt í hugbúnaðargeiranum. Hef nefnilega ekki efni á að vera í sífelldri græjuvæðingu 😡
það er samt rúmörs um að þessi sími muni (fyrst um sinn) bara virka í usa..
ég er mest spennt fyrir itv
http://en.wikipedia.org/wiki/ITV_(Apple)
🙂
10:04 am GSM+EDGE phone
jæja sturtaðu niður samsunginum :laugh:
“For a 4GB model we’re pricing it at $499” og “8GB model for just $599.”
úrg. Ekki viss að vinnan elski mig svona mikið. Á enda tvo iPodda og fínan síma (með myndavél 🙂
Já, og hann verður ekki til í Evrópu fyrr en á síðasta ársfjórðungi!!!
Hvernig í andskotanum á ég að geta beðið þar til í október??? Skamm Apple. Skamm Skamm!!!
Takið eftir að uppgefið verð, $499 og $599, miðast við tveggja ára samning hjá Cingular, þannig að eflaust verður síminn eitthvað dýrari hér (þ.e.a.s. fyrir utan venjulegan verðmun milli BNA og Íslands). Ég myndi giska á 80-100þ fyrir ódýrari símann.
En þetta er ótrúlega flott græja. Skil samt ekki af hverju þeir slepptu innbyggðu gps – miðað við hvað google maps virðist virka flott.
Jamm, ég held að þetta sé ekki fyrir mig – þetta lítur sjúklega vel út, en ég sé samt ekki alveg að ég noti þetta. Ég bíð bara eftir iPhone Nano. 🙂
mig langar svooo í hann!! :biggrin2: en hann kemur víst ekki fyrr en rétt fyrir jól..ekki október..og er ótollaður þar sem hann er sími þannig það verður ekki eins mikill verðmunur milli US og Íslands eins og á i-pod :blush:
Detti mér allar dauðar – við búum í sömu blokk.
Legg til að við förum í hostile takeover á húsfélaginu og notum hússjóðinn til að kaupa makkadót.