Þunglyndi

Í gærkvöldi lét ég í fyrsta skipti í langan tíma fótboltaleik eyðileggja algjörlega fyrir mér kvöldið. Ég var svo dapur yfir úrslitunum að ég fór að sofa leiður og vaknaði í morgun í vondu skapi. Ég er enn að láta úrslitin hafa áhrif á mig.

Þetta er rosalegt. Mér leið í morgun einsog eitthvað stórt hefði gerst í mínu lífi og ég var svo dapur þegar ég vaknaði að ég var sannfærður um að eitthvað svakalegt hefði komið fyrir. En allt var þetta útaf fótbolta. Ef ég hefði ekki þurft að fara á fund, þá hefði ég ábyggilega farið að sofa aftur.

Úff.

5 thoughts on “Þunglyndi”

  1. Ég held að það sé líka vel afsakanlegt að vera laaaaangt niðri eftir þetta í gær. Ég hef bara sjaldan séð annað eins.

    Það er bara vonandi að botninum sé náð, og hann sjáist aldrei aldrei aftur.

    kv, tobs

  2. Ég veit að það er hljótt að hlæja að þessu en hahahahaha svona er að halda með liði eins og Liverpool;)
    (Biðst afsökunar ef ég særi viðkvæmar sálir með þessu, GO MAN UTD)

Comments are closed.