PC

Í dag fór Apple notandinn ég í verslunarferð til að kaupa ódýra PC tölvu fyrir nýja Serrano staðinn. Það var átakanleg lífsreynsla. Hvað það er sem fær fólk til að kaupa PC tölvu í stað Apple er hreinlega ofar mínum skilningi.

Í sumar eyddi ég ótal kvöldstundum í að sannfæra stelpu um að kaupa Apple og var ég sannfærður um að mér hefði tekist það. Þegar að kom að því að kaupa tölvu, þá endaði hún á að kaupa sér PC. Ég hef ekki enn fyrirgefið henni það. Eftir mánuð skrifaði hún mér í örvæntingu að tölvan sín væri strax að deyja.

Flestar tölvurnar í búðunum, sem ég heimsótti í dag, voru risastórir turnar, sem henta víst vel í tölvuleiki. Þetta voru ljót skrímsli, sem er óskiljanlegt að fólk kaupi sér þegar það hefur möguleikann á að kaupa sér [svona fallegar tölvur](http://www.apple.com/imac/).

Æ, en ég tilheyri víst bara 4,7% hópi sem skilur ekki hin 95,3%-in. Þetta er skrýtinn heimur.

Já, og mig langar í [svona síma](http://www.gsmarena.com/lg_ke850_prada_goes_official-news-246.php) – og nei, þetta er ekki iPhone.

12 thoughts on “PC”

  1. Ég keypti mér PC fartölvu fyrir um ári síðan, hún er reyndar í fínu lagi en stuttu eftir kaupin átti ég mín fyrsti apple kynni og ég sé MIKIÐ eftir að hafa keypt mér PC vélina. Í skólanum vinn ég mikið á apple og ég elska það…ætla að fá mér apple næst!!! Það er pottþétt! :biggrin2:

  2. Eina sem ég les í þessari færslu er “blablabla blabla blablablablablalabla” 😉

  3. váá hvað ég er sammála þér!! :biggrin2: skiliggi fólk sem kaupir sér ljóta pc tölvu :tongue:
    já og flottur sími.. en iphone er flottari!

  4. >Eina sem ég les í þessari færslu er “blablabla blabla blablablablablalabla” 🙂

    Það er sennilega af því að þú ert að lesa þetta á ónýtri tölvu 😉

    Og já, sammála Elín um að iPhone er flottari, en þessi verður til eftir nokkrar vikur, en iPhone ekki fyrr en í október. Og svo mun iPhone kosta 100 þúsund kall.

  5. Gvuð mér finnst makkar nefnilega svo ljótir og notendaumhverfið svo hræðilega ljótt. Eiginlega bara alveg svakalega tilgerðarlegt.

    Og svona í alvöru talað, ég er búin að nota makka í sirka tíu ár núna í vinnunni og það fær EKKERT mig til þess að svissa yfir í þessar tölvur. Mínar prívat tölvur verða PC. Þessar makkadruslur sem ég er búin að vinna með eru síhrynjandi, hvort sem þær heita G5, G4, ibook, iMac. Algerlega óviðráðanlegt drasl!

    Hana, nú hefuru það. Losnaði við makkafrústrasjón dagsins á síðunni þinni 😉 Ekkert illa meint sko, en heimurinn væri betri án makka…

  6. Annars fyndið svo hvað þetta mál fær mann til að æsa sig. Alger barnaskapur náttla, en þegar ég smellti á staðfesta á færslunni að ofan fattaði ég að ég var með púls eins og ég hefði verið að hlaupa spretthlaup :blush:

  7. Ok, ég hefði nú svosem geta sagt mér þetta sjálfur að Prada síminn yrði svona dýr. Eitthvað þarf maður víst að borga fyrir Prada merkið. Þetta hefði bara verið svo smart í stíl við sólgleraugun mín. 🙂

  8. Eeeee …þetta er sjálfsagt allt of seint en ertu s.s. búnað kaupa þessa tölvu?

    Ég ætlaði nöbbla að stinga upp á MacMini og keyra Windows á henni via BootCamp. Það eru sjálfsagt bestu borðtölvukaupin í bænum. 50k fyrir topp-vél sem fer lítið fyrir :biggrin2:

  9. Jamm, þetta er alltof seint. En þetta hefði verið hugmynd. Eina málið er að ég þurfti 250GB drif sem hefði verið dýrt.

    Mac Mini hefði þó verið fallegri en þetta hryllilega skrímsli, sem ég keypti. Sjitt hvað tölvan er ljót.

    Langar samt í Mac Mini í stofuna mína í stað flakkara. 🙂

Comments are closed.