RSS

[NetNewsWire](http://www.newsgator.com/NGOLProduct.aspx?ProdID=NetNewsWire) er sniðugt forrit sem ég nota gríðarlega mikið á Makkanum mínum. Þetta forrit tekur RSS skrár á öllum þeim bloggum sem ég skoða og gefur mér lista yfir þau blogg sem búið er að uppfæra.

Þetta forrit er einnig þannig gert að ef að fólk breytir færslu á blogginu sínu eftir að upphaflega færslan er birt, þá geymir forritið allar útgáfur af færslunni. Oftast eru þetta bara smá stafsetningarbreytingar, en í tilfelli bloggsins hennar Jónínu Ben þá verður þetta [stórskemmtilegt](http://joninaben.blog.is/blog/joninaben/entry/134029/).

10 thoughts on “RSS”

  1. Æi, ég gleymdi að spyrja að einu í sambandi við NetNewsWire.

    Hvernig er það, færðu undantekningalaust nýja færslu inn í NetNewsWire þegar fólk gerir breytingar á blogginu sínu, óháð því hvaða bloggkerfi það er að nota?

    Hjá mér þá fæ ég alltaf nýja færslu (í Google Reader) þegar Moggabloggarar gera breytingar færslu sínum en ekki þegar WordPress notendur gera það. Það er eins og Mogginn búi til nýja línu í xml skjalið í stað þess að uppfæra þær línur sem fyrir eru, eins og WordPress (wild guess).

  2. Hmmm… ég veit ekki. Held eiginlega að þetta sé bara á Moggablogginu. Tek allavegana oftast eftir því á þeim nokkru Moggabloggum sem ég les.

  3. Váts maður… þetta er tær snilld! Komið inní Snæfríði mína svo núna þarf maður ekki að þeysast um blogga á milli í von um nýja færslu. Takk! 🙂

  4. RSS-ið svínvirkar alveg sammála því.

    Sem ein af Windows fíklunum mæli ég einnig með Wizz RSS sem er Add-on á Firefox vafrann.
    Það besta við Wizz RSS er einmitt að það notast við Bookmarks safnið í vafranum.

    Bættu svo við Foxmarks viðbótinni og RSS safnið þitt er aðgengilegt hvaðan sem er.
    Très convenient 🙂

    Annars var vesenið við að fara á milljón mismunandi vefsíður til þess að fylgjast með stjórnmálaumræðunni ástæðan fyrir því að ég setti upp Tíðarandann.
    </shameless plug>

Comments are closed.