Fyrir 4 árum skrifaði ég pistil á þessa síðu, sem vakti talsverða athygli: “[Eru allar stelpur á Íslandi á föstu?](https://www.eoe.is/gamalt/2003/10/02/22.59.00/)”. Þá var ég tiltölulega nýfluttur til Íslands og hafði lent í því nokkrum sinnum að reyna við stelpur á skemmtistöðum, sem reyndust vera á föstu (og reyndar líka lent í því að stelpur sem voru á föstu voru að reyna við mig). Ég fór því að velta því fyrir mér hvort það væru actually einhverjar stelpur á lausu á Íslandi.
Meðal þess sem ég skoðaði og skrifaði um þá, var hlutfall keppenda í Ungfrú Ísland keppninni það árið, sem voru á lausu. Niðurstaðan á þeirri “rannsókn” var sú að **67% stelpnanna í keppninni voru á föstu**.
Nú var ég á föstu í fyrra þegar þetta fegurðarsamkeppnistímabilið stóð yfir og því var ekkert skrifað um þær keppnir á þessari síðu – aðallega til þess að forðast beittar háðsglósur frá minni fyrrverandi. Nú er ég hins vegar á lausu aftur og get því skrifað einsog mig lystir.
* * *
Fyrir tveim árum skrifaði ég reyndar ekki heldur um það hversu margar stelpur í keppninni væru á föstu, heldur [fókuseraði ég á hugmyndaleysi keppenda þegar að kom að því að lýsa hinu fullkomna laugardagskvöldi](https://www.eoe.is/gamalt/2005/05/13/22.39.35/). Þá voru megin niðurstöðurnar þær að sjónvarpsgláp væri nokkurn veginn það mest spennandi, sem keppendur gætu hugsað sér að gera á laugardagksvöldi.
Ég fékk í síðustu viku í hendurnar blaðið *Flass Magazine*, þar sem stelpurnar í Ungfrú Reykjavík eru teknar i viðtal. Þar eru þær allar spurðar sömu spurninga og ein þeirra er: “[Ertu] Á lausu?” Stelpurnar í þessari keppni eru allar nema ein á aldrinum 18-21 (ein er 22 ára). Mér fannst því alveg tilvalið að skoða hvernig ástandið er á sambandsmálum keppenda árið 2007. Og hverjar eru niðurstöðurnar?
Jú, **67% keppenda í Ungfrú Reykjavík eru á föstu**!
Finnst engum þetta jafn magnað og mér? Semsagt, 12 af 18 stelpum eru á föstu. Ein er reyndar í vafa, svarar “hægt er að deila um það” – en ég gef mér að hún sé líka á föstu.
Er þetta tilviljun, eða er þetta eitthvað stórundarlegt náttúrulögmál að 67% íslenskra stelpna á þessum aldri séu alltaf á föstu? Þetta er allavegana mjög dularfullt.
🙂
* * *
Önnur spurning sem vakti athygli mína er það hvaða stjórnmálaflokk stelpurnar ætla að kjósa í vor. Niðurstöðurnar í þeirri skoðanakönnun eru athgyglisverðar
Frjálslyndi flokkurinn: 1 atkvæði
Vinstri Grænir: 1 atkvæði
Óákveðnir eða vilja ekki svara: 16 atkvæði
Jammmm…
Þú ert makalaus!
Nei … í alvöru. :confused:
Annars finnst mér ekkert skrýtið að tvær af hverjum þremur fegurðardísum á Íslandi sé á föstu. Þetta eru jú svokallaðar fegurstu konur landsins, og því hlýtur að teljast eðlilegt að þær fái sérstaka athygli frá hinu kyninu.
Hitt þykir mér merkilegra að fólk í kringum tvítugt skuli segja að notalegt sjónvarpskvöld sé þeirra hugmynd um hið fullkomna sjónvarpskvöld. Sjálfur á ég slík kvöld mánaðarlega eða svo, en yfirleitt myndi ég velja gott matarboð, skemmtilegt partý eða veislu eða jafnvel göngutúr og góða bók fram yfir sjónvarpsgláp. Ætli þær segi þetta bara af því að þær haldi að það samræmist einhverjum stereótýpískum hugmyndum um “góðu stúlkuna”?
“Frjálslyndi flokkurinn: 1 atkvæði Vinstri Grænir: 1 atkvæði Óákveðnir eða vilja ekki svara: 16 atkvæði”
hahaha :laugh:
Þetta er “Bloggsetning vikunnar, dagana 8-14. apríl 2007”.
Ég hafði aldrei séð þessa færslu sem þú skrifaðir fyrir 4 árum. En hún amk góð, sem og þessi hér.
Ég hóf lestur á síðunni þinni fyrir einhverjum mánuðum síðan, og er iðulega sammála þér þegar kemur að tilhugalífi og samskiptum kynja.
Ég er aðeins tæplega 23 ára, en finn líka þrýsting frá umhverfi mínu á eitthvað sambandsmóment. Wtf?
Sem fyrrverandi má ég þá ekki koma með beittar háðsglósur núna?!? :laugh:
Hættu að velta þér uppúr stelpunum í fegurðarkeppnunum, þær eru hvortsemer alltof ungar… þegar þær verða komnar á skikkanlegan aldur verða þær pottþétt flestallar komnar aftur á markaðinn….lögmál lífsins… :biggrin2:
Hey, Lilja – þér er velkomið að koma með háðsglósur. Vissi svo sem að ég myndi fá nákvæmlega þetta komment:
>Hættu að velta þér uppúr stelpunum í fegurðarkeppnunum, þær eru hvortsemer alltof ungar
Ég hef EKKI áhuga á 18 ára stelpum í fegurðarsamkeppnum. Bara svona til að hafa það á hreinu. 🙂
🙂 ég veit…
Mátt samt alveg tékka á statusnum í strákakeppninni…þeir eru á fínum aldri fyrir mig! 😉
Já, ég er reyndar nokkuð viss um að það séu talsvert fleiri þáttakendur í strákakeppninni á lausu, enda held ég að það sé einmitt orsök fyrir því að þeir séu yfir höfuð í keppninni.
Eru þeir samt ekki full ungir fyrir þig? Hóst hóst.
Og Sigurjón, takk. 🙂
Og Doddi, gaman að heyra. Ég hélt samt að ég hefði nánast ekkert skrifað um stelpur á þessari síðu síðustu mánuði. Kannski að ég geri þetta bara ómeðvitað.