Þetta komment birtist á síðunni hennar Katrínar:
Ég hef bara aldrei náð þessu með sjálfsmyndirnar á bloggunum. Þú og EOE ættuð að stofna eina síðu saman bara með myndum af ykkur, það væri geðveikt.
Nokkuð skemmtilegt, ekki satt?
Annars þá er ég með eina mynd af sjálfum mér á forsíðunni, en Katrín með 10. Því má búast við að ég reyni að setja inn fleiri myndir af mér, svona til að reyna að ná netkærustunni minni. 🙂
haha! mér finnst myndblogg skemmtilegust.. þú þarft klárlega að fá þér almennilegan myndsíma og gera svona myndskilaboða blogg..mér finnst gaman að skoða þannig 🙂
dúddinn er bara abbó að vera ekki jafn myndó og þið tvö og getur þ.a.l. ekki sett myndir af sér á sitt blogg 😉
annars ertu heppin að fríkin af barnalandi séu ekki að kommenta hjá þér.
þetta átti klárlega að vera heppinn nema þú sert búinn að skipta um kyn 😉
Jammm, ég er alltaf að bíða eftir því að þessi sími komi til landsins. Þá verða sko teknar myndir. Eða kannski ég reyni bara að kaupa hann útí Svíþjóð í næstu viku.
æi takk elín, mér finnst þú líka myndó;)