Ó, Bill O’Reilly er snillingur
Eftir viðtalið viðurkenndi viðmælandi Bills eftirfarandi hluti:
Hann sagði í viðtalinu að í Washington DC væri 150 lesbísk gengi. Hið rétta er að í borginni eru 150 gengi og af þeim séu hugsanlega einhver lesbísk. Einnig sagði hann í viðtalinu að þessi lesbísku gengi væru orðin landlæg plága, en réttara hefði verið að segja að á landsvísu væru vaxandi áhyggjur af öllum tegundum af gengjum og að einhver þessara gengja væru lesbísk.
Fox News klikka ekki. (via [Dlisted](http://dlisted.com/node/12433))
* * *
Þetta er [rosalegur bíó trailer](http://www.apple.com/trailers/paramount/11808/large.html) (via [DF](http://daringfireball.net/linked/2007/july#tue-10-011808))
* * *
Ég var [afskaplega hress (og drukkinn) á djamminu á Vegamótum á laugardaginn](http://www.flickr.com/photos/elinsvafa/756336427/) Þrátt fyrir að myndin af mér sé hræðileg, þá er hún samt betri en fyllerísmyndir af mér eru vanalega. Það segir meira en mörg orð. Emil vinur minn er þarna að pósa með pósu sem hann hefur sjálfur fullkomnað í gegnum árin. Pósan heitir “Að taka Emil”. Fáir ná henni jafnvel og hann.
* * *
Nú hlusta ég ekki á útvarp, þannig að ég veit ekki hvort að Flathead með The Fratellis var einhvern tímann vinsælt lag hérna á Íslandi. En eftir að ég kom frá USA er ég með það á heilanum. Mig langar alltaf til að hoppa þegar ég hlusta á það. Sem þýðir að ég hlusta helst aðeins á það inní herbergi hjá mér, svo að nágrannarnir haldi ekki að ég sé að verða geðveikur.
Þú getur hlustað á Fratellis lagið á [MæSpeis prófílnum þeirra](http://www.myspace.com/littlebabyfratelli). Ef þú vilt hlusta á lagið á meðan þú horfir á mynd af mér og lest um mig, þá geturðu líka hlustað á það á [MæSpeis prófílnum mínum](http://myspace.com/einaro). 🙂
Ok, ekki meira kaffi.
Ohhhh The Fratellis eru SNILLINGAR!!!!!!! Þeir koma mér í gott skap sama hvað er í gangi!!! Textarnir eru líka skemmtilegir, ég kann að meta það 🙂