Ég var í brúðkaupi í gær, sem var skemmtilegt einsog hefð er fyrir í brúðkaupum vina minna.
Highlight kvöldsins fyrir mig voru tvö. Fyrir það fyrsta mjög metnaðarfullar tilraunir vinkvenna minna við að koma mér á sjens með einni stelpunni í boðinu. Hið seinna var svo þegar að vinur minn sýndi fyrirlitningu sína á [sólgleraugunum mínum](http://www.flickr.com/photos/einarorn/780207278/) með því að henda þeim í vegg. Hann vildi að ég losaði mig við þau og fengi mér í staðinn gleraugu frá [alvöru merki](http://oakley.com/), en ekki gleraugu sem væri hægt að kaupa á 5 pund í Next.
Kíktum svo saman í bæinn á Vegamót / Boston / Ölstofuna. Vorum þar til klukkan 3.
Sem var frábært, því ég var farinn að sofa rétt eftir klukkan 3. Munurinn á því og að fara að sofa klukkan 6-8 einsog hefur gerst á flestum djömmum undanfarið, er gríðarlegur. Ég vildi óska þess að íslenskir skemmtistaðir færu aftur í gamla opnunartíma sinn. Þegar maður verður eldri (hóst) þá kann maður alltaf betur að meta fríin um helgar og það er svo hræðileg sóun að eyða öllum deginum í þynnku.
Mun betra væri að geta gert þetta einsog í Bretlandi. Það er að kíkja útá lífið um klukkan 7 og vera svo búinn rétt eftir miðnætti. Það myndi þýða að maður gæti náð 8 tíma svefni, en verið samt vaknaður fyrir klukkan 10 daginn eftir. Þá ætti maður allan daginn framundan til að njóta, í stað þess að allur dagurinn fari í svefn. Þetta myndi bæta skemmtanalífið í Reykjavík til muna og einnig hvetja fleira fólk til þess að kíkja út á lífið. Margir á Íslandi hætta mun fyrr að fara útá lífið en í útlöndum og ég held að ein stærsta ástæðan sé það hversu lengi fólk er að í bænum.
—
Ég er enn að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að skella mér til útlanda um næstu helgi og ef svo er, hvort ég eigi að fara til London í n-ta skipti eða til Skotlands. Veðrið í London lítur ágætlega og svo hef ég alltaf ætlað að fara og skoða Stonehenge, sem ég gæti gert núna. Verð að ákveða þetta í dag.
Can’t go wrong either way.
Edinborg er aevintyraleg. Stoppadi bara thar einn dag en kunni rosalega vel vid borgina.
Stonehenge kom mer a ovart. Merkilegt hvad nokkir steinhnullungar geta verid ahrifamiklir. Getur tekid nokkurn tima ad komast thangad uteftir fra London ef thu aetlar ad keyra fra Stansted um M25 (hringveginn um London).
Ég var nú að spá í að taka lest frá London ef ég færi að Stonehenge.
það er alveg glatað að eiga tzjípó sólgleraugu
mín 3 eru næstum 50þús kr virði
ég sé akkúrat ekkert núna sem ég myndi frekar vilja eyða 50þús í;)
he he..
Já, ég á reyndar dýr Prada gleraugu en var ekki með þau þarna á laugardaginn.