Skotland?

Ok, ég fékk þá flugu í höfuðið að skella mér til Skotlands um næstu helgi (þangað hef ég aldrei komið), þar sem ég hef í raun ekkert frí tekið mér í sumar fyrir utan eina helgi í Chicago/DC sem ég bætti aftan á vinnuferð..

Ég sé að Icelandair er með flug til Glasgow.  Nú spyr ég: Ef ég hef 4 daga í Skotlandi, hvað á ég að gera?  Á ég að eyða meiri tíma í Edinborg eða Glasgow?  Er eitthvað í nágrenni þessara borga, sem ég á að skoða?

6 thoughts on “Skotland?”

  1. Hiklaust að eyða meiri tíma í Edinborg. Hún er alveg yndisleg. Farðu upp á hæðir borgarinnar.

    Það eina sem mér fannst verulega spennandi í Glasgow var kirkjugarðurinn sem er við St. Mungos kirkjuna. Mæli með honum.

  2. Edinborg all the way. Hef komið tvisvar og í bæði skiptin fannst mér Edinborg skemmtilegri en Glasgow. Jú, það tekur þig eitt síðdegi eða svo að skoða Edinborgarkastala og hann er flottur, en þess fyrir utan fílaði ég bara stemninguna í miðbænum betur. Meiri menning, meira um göngugötur með kaffihúsum og flotta bari. E-borgin fær mitt atkvæði, hiklaust.

  3. Til Edinborgar hef ég ekki komið svo ég get ekki mælt með henni en Glasgow er ekkert sérstaklega spennandi borg. Hún er svipuð öðrum stærri plássum á eyjunni, hvað færi maður td. að sjá í Leeds? Ertu týpan sem fer í konunglega blómagarðinn í svona borgum?

    Ég eyddi smá tíma þarna og get bara ekki fyrir mitt litla líf munað eftir neinu “must see”. Ég man hins vegar vel eftir því að rómur manna var að maður ætti að kíkja yfir til Edinborgar… ég bara gerði það aldrei.

  4. Sammála Óla Gneista, Necropolis kirkjugarðurinn í Glasgow er flottur (sem og kirkjan sem hann er við) og svo er Barras flóamarkaðurinn líka ágætis reynsla í sömu borg.

    Edinborg er fallegri en fyrir utan kastalann (sem er must) þá er hún ósköp svipuð öðrum breskum borgum.

  5. Sæll Einar.. Bjóst nú ekki við að geta gefið þér einhver ráð… um ferðalög.. en ég var nú þarna ekki fyrir svo löngu.. mánuður síðan eða svo… ég var þarna í 2 vikur og bjó mest hjá vinum sem ég hef kinst á ferðalögum. Edinborg stóð uppúr, en svo fór ég líka til lítils bæjar sem heirtir Stirling, þar er einnig kastali sem gaman er að skoða… að vísu eru kastalar í öllum bæjum, bara miss stórir og flottir..
    Glaskow er bara svona einhverskonar lítil stórborg.. ekkert mykið að sjá, nema þá að taka túr um Celtic stadium… fór í sollis og það er mjög gaman að sjá og herya umsögu þess félags… segðu bara gætinum að þú sért liverpool fan 🙂

    en jam mitt atkvæði fer til Edinburgar.. frekar en glaskow….

    ég var á 2 gistiheimilum í edinburg.. eitt sem er 10mín frá miðbænum í shutle buss.. sem var mjög flott og stórt en ókostur hvað var langt.. svo einu sem var í götuni við hliðina á lestarstöðini…. er bara að reyna að muna nöfnun hehe… það sem var soldið langt í burtu var The Globetrotter Inn Edinburgh og hitt hét St Christopher’s Edinburgh þar var bar sem ég skildi eftir íslenska fánan… kanski droppar þar við og athugar hvort flaggið sé komið upp með öllum hinum fánunum.. og kanski skrifar nafnið þitt á hann 🙂 í þessari götu er líka skemtilegt diflísu safn (leikhús) sem hægt er að fara í túr, og þar er sögð saga edinburgar, þar að segja saga pintinga og sollis… var tildæmis dæmdur þar fyrir að hafa verið að dansa út á götu sem klæðskiptingur hehe.. refsingin var að vera hengdur, sendur til írlands (þar sem klæðskiptingar eru fjölmennari) eða fara heim með dómarunum, í kjólnum hehe.. skemtileg lífsreynsla…
    passaðu þig svo að sólbrenna ekki í garðinum á mót við lestastöðina.. hehe bíst samt við að það verði rigning hjá þér, því miður.. en annars.. góða ferð

  6. ég hef farið bæði til edenborgar og glasgow – og ó mæ lord edenborg er æðisleg – rosalega rómantísk og æðisleg borg … þótt maður sé síngúl sko 🙂

Comments are closed.