Hugarró

Svona lítur MBL.is hjá flestum (smellið á mynd til að sjá stærri útgáfu):

Svona lítur það út hjá mér eftir smá breytingar. Engar geðsýrðar hreyfiauglýsingar, sem gefa manni flogaköst. Og það sem er mikilvægast: ekkert tuð frá Moggabloggurum við hverja einustu helvítis frétt.

Þökk sé þessu og þessu.

Annars er það alveg ólýsanlega æðislegt að vakna svona snemma á laugardagsmorgni, laus við alla þynnku og allt vesen. Vikan er búin að vera ótrúlega spennandi og skemmtileg, sérstaklega þegar að kemur að vinnu. Fulltaf spennandi hlutum, sem ég get vonandi greint frá fljótlega. Í morgun er búinn að eyða síðustu 3 tímunum í vinnu og því get ég slappað af án samviskubits. Ætla að fara útá svalir í sólina og lesa [nýju bókina mína](http://www.amazon.co.uk/How-Talk-Widower-Jonathan-Tropper/dp/0752885766/ref=pd_bbs_sr_1/203-4349188-7099122?ie=UTF8&s=books&qid=1185624393&sr=8-1)þ

Svo seinna í dag er ég að fara í giftingu til góðs vinar míns. Í lok dagsins verða því aðeins tveir ógiftir strákar úr Verzló vinahópnum. Úff.

En ég er verulega spenntur fyrir brúðkaupinu. Steggjaveislan um síðustu helgi var skemmtileg og UJ útilegan sem ég fór í á eftir veislunni var líka afskaplega skrautleg og skemmtileg.

Þetta er fínt líf.

12 thoughts on “Hugarró”

  1. Já sæll Einar, ég commenta ekki oft á síðuna þín, þó að þetta sé nánast eina „blogg“ síðan sem ég les reglulega:-) Það sem núna vakti áhuga minn var þessi setning: „Annars er það alveg ólýsanlega æðislegt að vakna svona snemma á laugardagsmorgni, laus við alla þynnku og allt vesen“ Já vá, það eina sem mér datt í hug var „bin there done that“ Já því að orkan sem leiðist úr læðingi hjá manni er alveg með ólíkindum þegar maður er ekki timbraður um hverja helgi –hehe;-) Síðan er það líka oft þannig að orkustigið er ekki komið almennilega upp aftur fyrir en fer að líða á vikuna, þ.e. ef það hefur verið tekið almennilega á því bæði kvöldin:-) Tilgangurinn hjá mér með þessar færslu er sosum engin nema að ég held að fólk átti sig ekki almennilega á því hvaða gríðarlega orka fer í þessi blessuðu fyllirí, ég veit að þau geta verið gríðarlega skemmtilega, en „in the end“ snýst þetta bara um það hvort að maður er hamingjusamari án fyllería eða með þeim.

  2. Nú vill svo til að ég er einn þeirra sem blogga á moggablogginu (mér er sama hvað fólki finnst um það og hvort fólk lesi mína síðu eða ekki).

    Þið töluðuð um það á Liverpool-blogginu að þetta væri ókeypis auglýsing sem við sem skrifum á moggabloggið værum að fá. Er það ekki líka ókeypis auglýsing þar sem ég veit um fjölmarga bloggara sem hafa t.d. Liverpool-bloggið á tenglalistanum sínum í hinum ýmsu bloggkerfum. Ég bara spyr 😐

    Ég er dyggur lesandi Liverpool-bloggsins svo ég taki það fram og líkar vel við það en er ekki óþarfi að drulla yfir fólk sem er ekki í sama bloggkerfi og það sjálft?

  3. Ásgrímur, það sem Einar meinar með “frí auglýsing” er sennilega það að þið komist á forsíðu Mbl.is án þess að hafa unnið fyrir því (þannig séð). Ef við Liverpool-bloggararnir erum með tengla hjá hinum og þessum bloggurum útí bæ hlýtur það að vera af því að fólk hefur viljað setja tengil á okkur inná sína síðu. Þannig að við fáum tengil ekki “sjálfkrafa” eins og Moggabloggararnir fá, heldur vinnum okkur hana inn.

  4. Einar, annars verðurðu að lofa mér að blogga um þessa bók þegar þú ert búinn. Ég er forvitinn að vita hvernig hún er, hvort hún er tímans virði. Ég sá hana á Amazon um daginn og var að spá í að kaupa hana.

  5. Ásgrímur, ég get ekki séð að það sé verið að “drulla yfir” einhverja með því að kalla þetta tuð.

    Það sem ég er orðinn þreyttur á er að lesa t.d. einhverja viðskipafrétt um afkomu bankanna og þurfa svo að sjá þar til hliðar vísanir frá einhverjum sjálfskipuðum spekingum þar sem þeir kalla bankana öllum illum nöfnum, hvetja til byltingar og svo framvegis. Ég vil bara fá fréttir á mbl.is, ekki skoðanir Moggabloggara.

    Svo eru einfaldlega bloggarar þarna sem fara óheyrilega í taugarnar á mér. Vanalega myndi ég bara forðast að lesa þá, en á mbl.is virðist þeim vera gert einstaklega hátt undir höfði og því rekst ég alltaf á færslurnar þeirra. Þangað til núna 🙂

    Og já, ég skal blogga um bókina. Hún byrjar vel.

  6. Já, og ókeypis auglýsingin er auðvitað þegar að fólk er að blogga um þessar fréttir. Stebbfr, sem var einn sá vinsælasti sem við bárum okkur saman við bloggar til dæmis um sirka helming frétta á mbl.is og fær því eflaust ansi mikið af heimsóknum þannig.

  7. Og Ásgeir – ég skil hvað þú ert að segja.

    Það var þó ekki bara það að ég væri óþunnur, heldur líka það að ég vaknaði snemma. Ég sef oft alltof lengi á laugardögum, sem gerir það að verkum að ég vakna hálf sjúskaður.

    Svo var það nátúrulega bara sólin, sem að gerði þetta líka svona gott 🙂

  8. Getur síðan einhver kennt mér að forða mér frá því að sjá tengla á bloggsíðum? Það væri best ef maður gæti bara séð færslur viðkomandi, ekki aukahluti eins og tengla eða atriði sem tengjast færslunum ekki á neinn hátt 🙂

  9. Síðan eru ekki allir bloggarar á mbl slæmir, ég hef greinilega eitthvað mistúlkað þessi orð Einars: “ekkert tuð frá Moggabloggurum við hverja einustu helvítis frétt.” Vil ég biðja Einar afsökunar þar sem mér fannst þetta hljóma eins og alhæfing um að allir bloggarar á mbl væru lélegir, er ekki að segja að ég sé góður eða slæmur bloggari :S

  10. Takk Einar, varðandi svefn og ja að finna sitt “bliss” þá eru ansi magnaðar pælingar í bókinni “Conversations with God” eftir “ Neale Donald Walsch” þ.e. í bók númer 3, kafla 9… Ég hef velt þeim pælingum mikið fyrir mér eftir að vinkona mín sendi mér SMS og í SMS-inu stóð bara: Skoðaðu bókina “Conversations with God” eftir “ Neale Donald Walsch” Lest í bók númer 3, kafla 9…

  11. Kristján. Ég veit ekki hvort þú kannist við þetta

    Veit ekki hvað þetta er ef þetta er ekki ókeypis auglýsing 🙂

Comments are closed.