Verðlagning í Kastljósinu

Jæja, allir að horfa á Kastljós í kvöld. Umræðuefnið verður [þetta](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/08/07/09.39.23/) og annar viðmælandinn verður yours truly.

Uppfært: Viðtalið er hérna og pælingar mínar um viðtalið eru hérna.

17 thoughts on “Verðlagning í Kastljósinu”

  1. Ég horfði á og hafði gaman af! Fólk hlýtur að sjá hvað þetta er mikið rugl hjá 365!

  2. Stóðst þig vel. Pétur kom ekki með neitt nýtt í þessu viðtali og eftir framistöðu hans í kvöld ætti hann alvarlega að íhuga að finna sér nýtt stef til að spila.

  3. Gott hjá þér að láta Pétur blöðrusela ruglinu út úr sér og þér að halda ró þinni. Þetta var ekki Sýn né 365 til framdráttar og virkilega leiðinleg framkoma hjá manninum og greinilegt að hann er að slá ryki í augun á fólki. Takk fyrir að standa í þessu fyrir okkur og mæta manninum. Það verður sko ekki keypt áskrift af Sýn í ár né öðrum 365 miðlum.

  4. Frábært framtak í alla staði Einar og frammistaða gegn PP:-) 365 fær ekki einn aur frá mér þetta árið!

  5. Það að sjálfsögðu nánast ógerlegt að ræða nokkur mál þegar annar aðilinn neitar að hlusta. Hef grun um að þessi aðili hafi verið valin í þetta hlutverk vegna þess hæfileika sýns að geta látið eins og hann tryði sjálfur eigin lygi og rökleysu.

    Þar sem ég er fýkill í þetta efni og hef neytt þess meira en flest annars undanfarna vetur þá hef ég verið að reyna mitt besta til að finna jákvæða fleti á þessu framtaki þeirra 365 manna. Þrátt fyrir mikla leit og þrýsting fíkninnar hefur mér enn ekki tekist að finna neitt sem gerir mér kleyft að gerast áskrifandi og geta litið í spegil á hverjum morgni í vetur án þess að skammast mín.

    Því geri ég það eina sem þeir skilja, kaupi enga þjónustu af þessu apparti og bið alla góða að blessa Alþingismenn sem höfðu þá guðlegu forsjón að gera pöbbana reyklausa um leið og ljóst var að 365 fengju enska boltann.

  6. Vill bara þakka þér kærlega Einar til að koma svona opinberlega fram og berjast fyrir þessum “vonlausa” málstað. Segi þetta nú í gríni þar sem þetta er gott dæmi um að virkilega neyða kúnna til að sætta sig við uppgefið verð þar sem enginn annar möguleiki er fyrir hendi.

    En vildi lauma að gamni hérna leið fyrir þá sem vilja launa 365 smá tilbaka.

    En ég kannaði hjá OgVodafone í gær hvort sýn2 næðist á aukalyklinum hjá þeim. Þá greiðir maður held ég 800 kr til að fá aukalykil hjá þeim sem inniheldur allar stöðvar nema Stöð2. Hann staðfesti það fyrir mér að allt myndi náðst nema stöð2. Auka afruglarinn virkar að sjálfsögðu í hvaða húsi sem er svo að nú eiga bara tveir og tveir að slá saman í áskrift og nota sitthvoran lykillinn.

    Mér reyndar láðist að spyrja hvort að maður þyrfti að hafa stöð2 til að fá aukalykil en ef þess þarf ekki þá ætti þetta að vera hagstæð leið. Eða hvað?

  7. Sæll,

    Ég sá þig í kastjósinu og ég vil benda á eina helbera lygi sem maðurinn frá 365 kom með í Kastljósinu.

    Þar sagði hann að Canal+ væri með svipaðan pakka á sambærilegu verði á norðurlöndunum. Þar sem ég bý í Svíþjóð og var að fá mér þennan pakka fyrir tvem dögum þá get ég fullyrt að þetta sé ekki rétt. Fyrir 239 sænskar (um 2100 kr íslenskar) og 12 mánaða bindingstíma þá fær maður þetta:

    2 sportrásir þar sem aðalmálið er Enski boltinn en einnig mikið af öðrum vönduðum íþróttaviðburðum. Flestir leikir í enska boltanum sýndir…t.d. 6-7 um næstu helgi.
    1 High definition sport rás fyrir bestu leikina
    3 kvikmyndarásir. Þetta eru líka ekki svona drasl kvikmyndarásir, heldur svipað og Sky movies þar sem verið er að sýna bestu myndirnar sem er ekki langt síðan að voru á vídeó.
    1 High definition kvikmyndarás með því besta af hinu.
    1 Mix stöð með allskonar efni frá Canal Plus.

    Ég leyfi mér að fullyrða að þessi pakki sem kostar um helmingi minna en bara Sýn+Sýn2 í 12 mánuði, sé ekki bara með betra efni heldur en þessar stöðvar heldur í raun betra efni en allt stöðvar tvö batterýið.

    Maðurinn frá 365 (sem ég man ekki hvað heitir) hefði átt að fleygja þessu aðeins minna fram sem einhverjum rökstuðningi um fáránlega verðlagningu sinna manna.

    Stóðst þig annars mjög vel þarna og haldiði áfram að berjast fyrir þessu heima!

  8. Ég verð líka að bæta því við færsluna fyrir ofan að rökin hjá 365 um að þetta hafi verið skjá einum að kenna því að þeir hækkuðu endanlegt verð með því að bjóða hærra vera ein þau fáránlegustu rök sem ég hef heyrt lengi. Það er svo augljóst að 365 buðu bara alltof hátt í einhverju desperation og hugsuðu ekki um afleiðingarnar fyrr en eftir á. Vonandi kemur þetta til með að bíta í afturendann á þeim, sérstaklega þar sem þetta kemur á sama tíma og pöbbar eru reyklausir heima á klakanum.

  9. Já, ég hef reyndar heyrt svipað með skandinavísku stöðvarnar frá öðrum, en ég var ekki með þær upplýsingar með mér.

    Það má líka ekki gleyma að Sýnarmenn hafa sagst ætla að rukka sérstaklega fyrir HD stöðina, sem ég sé reyndar ekkert bóla á. HD væri það eina, sem gæti réttlætt einhverja verðhækkun að ráði fyrir mér þar sem ég á það gott sjónvarp.

  10. Virkilega góð frammistaða hjá þér, Einar. Það sást vel á Pétri að hann var engan veginn að hlusta á staðreyndirnar sem þú komst með og hann gerði sér alveg grein fyrir því að þú hefðir rétt fyrir þér, þar sem hann hafði voða lítinn augn kontakt við þig og starði bara á borðið í byrjun viðtalsins. En það var virkilega gott hjá þér að mæta honum augnliti til augnlitis og halda ró þinni þegar hann byrjaði að æsa sig. Flott hjá þér!

  11. Eins og mér finnst nú enski boltinn leiðinlegur (sacrilegious, I know), þá voru þetta nú ansi skemmtilegar umræður. Maðurinn var við það að springa og þuldi bara endalaust upp tölunum án þess að setja þær í neitt samhengi. Þvílíkur brandari. Ekki að furða að fyrirtækið þurfi að hækka verðið svona mikið með svona gauk við stýrið.

  12. Takk Gaui.

    Og já, Álfheiður – þetta talnadæmi átti greinilega að vera strategía, en hún fælir fólk bara frá þessu.

Comments are closed.