Þetta er búin að vera algjörlega frábær helgi. Einsog ég [skrifaði um](http://eoe.is/gamalt/2007/08/17/09.20.31) þá átti ég stórafmæli á föstudaginn. Í tilefni dagsins var ég með partý á B5 fyrir vini og fjölskyldu. Fyrst fórum við nokkur saman útað borða á Argentínu en þjónustan þar var svo hæg að ég mætti hálftíma of seint í mitt eigið partý, sem var frekar vandræðalegt.
En partýið var algjörlega frábært. Það mættu yfir 50 manns og margir voru á staðnum langt fram á nótt. Þetta var skemmtilegasta afmæli sem ég hef haldið og því get ég ekki annað en verið ótrúlega ánægður.
* * *
Í gær fór ég svo með nokkrum vinum mínum í rafting ferð á Austari Jökulsá. Einhvern veginn tókst mér að vakna eftir tveggja tíma svefn á laugardeginum og keyra með þeim alla leið í Varmahlíð. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef farið í rafting og þrátt fyrir að þetta hafi verið pínu erfitt á tíma, þá var þetta alveg ótrúlega gaman. Ég hef lengi ætlað að prófa að fara í rafting, en einhvern veginn hefur það alltaf klikkað þangað til núna.
Eftir rafting fórum við svo saman í sumarbústað þar sem við grilluðum og fengum okkur í glas.
* * *
Dagurinn í dag var svo næstum því hinn fullkomni fótboltadagur, nema það að [þessi](http://en.wikipedia.org/wiki/Rob_Styles) trúður [klúðraði](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/08/19/16.57.59/) málunum.
Þetta er dálítið skemmtilegt blogg. Þrátt fyrir fótboltann… Heh.
Ég kiki við aftur 🙂
-Júlíara