Punktar:
– Fyrir einhverjum vikum hlustaði ég á Mína Skoðun á X-inu. Þar kom upp umræða um Formúlu 1. Þar lýsti þáttastjórnandinn yfir því hvað hann væri hrifinn af Lewis Hamilton. Og þá kom kommentið: “[Hann](http://www.f1fanatic.co.uk/wp-content/uploads/2006/12/lewishamilton_mclaren-mercedes_2006_postseason.jpg) er Tiger Woods Formúlunnar!”. Þetta fannst mér fyndið.
– [Mál Michael Vick](http://sports.espn.go.com/nfl/news/story?id=2983121) er ótrúlega athyglisvert, ekki bara fyrir þá sem hafa áhuga á bandarískum íþróttum. Michael Vick er sennilega einn allra besti leikmaðurinn í NFL deildinni, en hann er nýbúinn að viðurkenna það fyrir dómi að hafa styrkt og ástundað hundaslagsmál. Hann þjálfaði hunda uppí slagsmál og sá m.a. um að drepa þá hunda sem stóðu sig ekki með þvi að hengja þá eða drekkja. Fyrir þetta hefur hann verið fordæmdur í bandarískum fjölmiðlum og hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þó eru margir sem segja að það hafi ekki [hjálpað málstað Vick að hann sé svartur](http://sports.espn.go.com/nfl/news/story?id=2986382).
– Nýja Manic Street Preachers platan er æði. Hvet alla til að kaupa sér hana, setja Imperial Bodybags á og stilla græjurnar á hæstu stillingu. Þvílíkt lag!
– Þessi [blessaði borgarstjóri](http://deiglan.com/index.php?itemid=11372) okkar er alltaf að finna nýjar leiðir til að fá mig til að sakna R-listans. Ég get varla fundið neina stóra ákvörðun eða yfirlýsingu hans, sem að ég hef verið sammála. Það er visst afrek.
Til að hefja mál mitt þá ætla ég að benda á að ég kaus nú Samfylkinguna í síðustu borgarstjórnarkosningum, en gerði það þó með hálfum hug. Ekki má gleyma því að það var R-listinn sem á “heiðurinn” af nýju Hringbrautinni, sem er álíkið mikið stórlys og Titanic forðum daga. Ef eitthvað er, þá gengur umferðin hægar þar en áður.
Svo var meginþorri fólks ekki sáttur með það þegar R-listinn leyfði Esso (nú N1) að fá bensínstöð á reitnum við BSÍ, og fannst það vera að gera stórfyrirtækjum hátt undir höfði. Hægt er að koma með mótrökin að þetta sé bara tímabundið, eða þangað til að bygging hátæknisjúkrahúss hefst á reitnum, en nánast allir vita að þá fær N1 eitthvað gott svæði þar um kring. Þú kvartar náttúrulega varla yfir þessu svæði þar sem Serrano er, og er það vel, enda fagna ég komu Serrano í þetta hverfi, þar sem þetta er einn besti bitinn í bænum (væri bara til í að það væri opið lengur). Engu að síður átti aldrei að koma bensínstöð á þennan stað. Íbúar þarna í kring voru t.d. trítilóðir. Ef menn ætla að halda fram að það hafi verið nauðsynlegt að koma upp bensínstöð þarna þá vil ég benda á að það er önnur N1 stöð á Ægissíðu, 7 bensínstöðvar fyrir vestan Snorrabraut (tel ÓB hjá Domus Medica með) þannig að koma 8. bensínstöðvarinnar var ekki beinlínis nauðsynleg, og síst af öllu á þessum reit.
Ef ég man rétt, þá bloggaðir þú líka um það ekki fyrir löngu hversu mikill munur væri á því að vera kominn heim af djamminu milli 1-2 í staðinn fyrir 5-6 (þessar tölur eru á reiki). Því má færa rök fyrir því, að ef skemmtistaðir myndu loka fyrr þá myndu Íslendingar kannski hefja djammið aðeins fyrr, en ekki byrja kvöldið upp úr 22-23 og fara í bæinn milli 01:30-02:30 eins og venjan virðist vera í dag. Í þau skipti sem maður hefur farið í vísindaferð í Háskólanum þá hefur verið vandræðalegt að koma í bæinn milli 21-23 eins og tíðkast víðast hvar erlendis.
Ég skil ekki alveg point-ið.
Ég hef einmitt sagt hversu þreyttur ég var á R-listanum og þeim mistökum, sem þeir gerðu (Hringbraut þar innifalinn). Villi og xD hafa hins vegar verið svo slæm að ég er farinn að sakna R-listans.
Og þótt ég óski eftir betri djamm-menningu á Íslandi, þá er ég ekki að biðja um það að yfirvöld komi henni á. Það síðasta sem djammið á Íslandi þarf á að halda er að einhverjir sextugir menn úr Breiðholtinu, sem sennilega hafa ekki djammað í áratugi, ákveði hvað sé því fyrir bestu.