Klám

Þetta er besta grein, sem ég hef lesið gegn klámi. Hún er skrifuð af Naomi Wolf fyrir fjórum árum, en ég hafði ekki séð hana fyrr en í þessari viku: The Porn Myth

Ég mæli með því að allir lesi greinina, en megininntakið er að í stað þess að klám geri karlmenn að kynóðum nauðgurum (einsog furðu margir halda fram), þá telur Wolf það vera líklegra að klám geri menn að daufyflum, sem falli ekki lengur fyrir “venjulegum” konum, sem að þeir telji ekki jafnast á við klámstjörnur í Los Angeles.

Í tengslum við klámráðstefnuna, sem var ekki haldin hér á landi, þá féllu ansi margir í þá fúlu gryfjur að gera ráðstefnugestum upp miklu verri sakir en þeir höfðu unnið sér fyrir. Þeir voru sakaðir um mansal og barnaklám, þrátt fyrir að engar sannanir væru fyrir slíku. Þetta fór í taugarnar á mér og ansi mörgum öðrum.

Það er nefnilega vel hægt að mæla gegn klámi án þess að reyna að sverta ímynd fólksins sem tengist bransanum enn frekar með dylgjum. Það hefði verið miklu fróðlegri umræða að ræða kosti og galla klámsins og klámvæðingarinnar, sem við sjáum á hverjum degi. Þessi grein hjá Wolf væri allavegana gott veganesti í þeirri umræðu.

3 thoughts on “Klám”

  1. Maður þarf að vera ansi mikill klámhundur til að skilja hvað þessi kenning er sönn. Hafið það Einar, Totil, Gaui…. og Úlli.

Comments are closed.