Cubs í úrslitakeppninni

Þessa dagana reyni ég að hugsa sem minnst um fótbolta.  Þar sem fátt kemur í staðinn fyrir íþróttir í mínu lífi, þá verð ég því að halla mér að annarri íþrótt.

Og það vill svo skemmtilegast að í þeirri íþrótt, sem er í næstmestu uppáhaldi hjá mér, þá er mitt lið Chicago Cubs í góðum málum.  Úrlistakeppnin í bandarísku hafnaboltadeildinni byrjar nefnilega í nótt þegar að Cubs fara til Phoenix og spila við Arizona Diamondbacks.  Ef þeir vinna það einvígi (fyrsta liðið til að vinna 3 leiki) þá spila þeir til úrslita í National League deildinni, og ef þeir vinna þar (fyrsta liðið til að vinna 4 leiki) þá eru þeir komnir í World Series einvígið við sigurvegarann í American League (sem verður að öllum líkindum annaðhvort Boston Red Sox eða New York Yankees).

World Series titilinn hefur Chicago Cubs ekki unnið í **99 ár**.  Það er hreint með ólíkindum.  Árið 1907 unnu Cubs síðast titilinn.  Í ár hefur liðið skánað mjög eftir því sem liðið hefur á tímabilið.  Þeir byrjuðu afleitlega, en eftir fjöldaslagsmál og annað vesen í júní þá hafa hlutirnir legið uppá við.  Aðallega vegna þess að liðið er með góðan hóp af kösturum og svo hafa þeir 3 gríðarlega sterka leikmenn (Aramis Ramirez, Derrik Lee og Alfonso Soriano), sem hafa haldið sókninni uppi ásamt yngri leikmönnum.

Í Chicago eru menn þokkalega bjartsýnir fyrir þessa úrslitakeppni.  Það að hafa ekki unnið í 99 ár gerir menn þó ansi hrædda við að spá einhverjum stórsigrum, en Jayson Stark hjá ESPN [spáir Cubs sigri](http://sports.espn.go.com/mlb/playoffs2007/columns/story?columnist=stark_jayson&id=3047027) í pistli í dag.  Ég held að ég nái ekki að vaka í kvöld, en ég ætla að reyna að ná sem flestum leikjum í þessari rimmu

13 thoughts on “Cubs í úrslitakeppninni”

  1. Haustið er hiklaust leiðinlegur tími til að vera fótboltanörd. Það er of mikil spenna í loftinu og allt tal um að virkilega vinna einhver verðlaun virðist óralangt í burtu (a.m.k. hálft ár í fyrsta úrslitaleik tímabilsins).

    Hins vegar er haustið góður tími til að vera hafnaboltanörd, því þá ráðast úrslitin og allt gerist á haustin. Á meðan Cubs voru í volæði og eymd í vor hefurðu sennilega verið spenntari fyrir Liverpool, sem voru í úrslitum Meistaradeildarinnar, en í haust er Liverpool bara í jafnteflum og leiðindum á meðan Cubs berjast um titilinn. Svona gengur þetta.

  2. Jæja, þeir skitu upp á bak einu sinni enn. There’s always next year 😉

    En svona án gríns, þá áttu þeir bara ekki séns í Arizona og það verður gaman að sjá þá og Colorado mætast.

  3. Jeter, A-Rod og hinar kellingarnar í Yankees mega nú alveg fara heim til sín, það grætur það lið enginn.

  4. Jammmm, þetta var slappt. Fór fyrr heim af djammi í gær til að horfa á þetta. Það var svo sem ekkert sérlega skynsamleg ákvörðun.

    Þá er bara að fá A-Rod til liðsins í vetur. Trúi því varla að hann verði áfram í New York. Þá reddast þetta allt. 🙂

    Jæja, vonandi að Red Sox taki þetta. Á eftir Chicago liðunum hef ég smá taugar til Boston liðanna. Þau eru númer 2 hjá mér í öllum íþróttunum.

  5. Ég er ansi hræddur um að það þurfi eitthvað meira en A-Rod til Chicago svo þeir fari að vinna eitthvað.

    Svo er auðvitað Piniella ekki saklaus, að taka Zambrano svona snemma úr ‘Game 1’ fannst honum kannski voða sniðugt, en það þarf að vinna leikina fyrst.

  6. Gunnar, Cubs unnu nú sína deild, þannig að þeir eru ekki alveg ómögulegir.

    Og það að bæta við besta basball leikmanni í heimi myndi nú sennilega laga þetta eitthvað aðeins frekar.

    Það má deila um þetta hjá Piniella, en á móti þá mátti eiga von á því að Z byrjaði leik 4 og því skiljanlegt að taka hann út í þessari stöðu. En það er auðvelt að vera vitur eftir á.

  7. NL Central er náttúrulega svoleiðis langslakasta deildin í MLB og Chicago er með slakasta record-ið af öllum liðum í úrslitakeppninni í ár.

    A-Rod myndi bæta liðið, því neita ég ekki, en það þarf eitthvað meira en það. Það þýðir ekki að treysta á Zambrano og Ted Lilly eingöngu kastmegin. Einnig er A-Rod mesti ‘choker’ í MLB Playoffs hingað til.

    Það er einmitt það sem ég meina, við vitum allir hvað hann var að hugsa, en það þurfti að vinna a.m.k. einn leik til að komast í ‘Game 4’. Big Z var tekinn út í stöðunni 1-1 og ekkert gefið þá. Oft er sagt í þessu, “vinna fyrst og hugsa svo”.

    Ég sagði þér það fyrir tímabilið að Chicago væri langt frá sínum markmiðum og ég stend við það. Svo verður gaman fyrir þá þegar þeir átta sig á því hversu stór mistök þeir gerðu með langtímasamningi Soriano.

  8. Oft er sagt í þessu, “vinna fyrst og hugsa svo”.

    Já, einsog ég sagði þá er ofsalega auðvelt að vera vitur eftirá. Marmol, sem klikkaði í þeim leik var með ERA uppá 1,34 á tímabilinu. Varla slæmur kostur í stöðunni.

    En ég sagði aldrei að A-Rod myndi breyta öllu, því ég tel enn að það þurfi enn að bæta við einum alvöru starting pitcher. En ef það myndi takast án þess að fórna miklu öðru, þá yrði þetta lið frábært.

    Annars er ég ekki í neinu sérstöku stuði til að þræta um Cubs á þessum tímapunkti. :-/

  9. Einar, ertu nokkuð með ábendingar um hvernig maður nálgast beinar útsendingar frá mlb?

    Er með súperadsl hjá Símanum en routerinn fer alltaf í vitleysu um leið og ég logga mig inn á mlb.tv-international-áskriftina (er hægt að skrá sig sem usa-notanda?) – Það er eins og síminn sé viljandi að loka fyrir þetta. Nú, Joost virðist ekki vera með þetta í beinni. Það eina sem eftir virðist vera NASN hjá Skjánum eða einhver álíka vitleysa, síðast þegar ég notaði það fraus það svona nokkrum sinnum í leik.

    Yrði þér þakklátur…

    ..og sorrí með cubs…

  10. Ég er með router hjá Hive og þetta virkar nokkurn veginn hnökralaust á mlb.tv – horfi á 700kb strauma. Veit ekki hvernig er hægt að nálgast þetta öðruvísi.

  11. Takk fyrir það Einar, ég ætla að prófa þetta á 2-3 vélum áður en ég helli mér yfir símann. Hversu hraða tengingu ertu með og ertu með með “international” áskrift hjá mlb? Bestu kv. R

Comments are closed.