Ég á það til að taka bókalestur í kippum og lesa svo ekkert í margar vikur. Eftir [Skotlandsferðina](http://eoe.is/gamalt/2007/08/09/20.42.53/) talaði ég víst um það að ég ætlaði að skrifa um þær bækur sem ég las þar. Það varð eitthvað lítið úr því.
En allavegana, ég las nokkrar bækur en þetta var það skemmtilegasta sem ég las í Skotlandsferðinni:
[How to talk to a widower](http://www.amazon.com/How-Talk-Widower-Jonathan-Tropper/dp/0385338902/ref=pd_bbs_sr_1/105-8985785-3863669?ie=UTF8&s=books&qid=1192989432&sr=8-1) eftir Jonathan Tropper er frábær. Hún fjallar um strák á mínum aldrei, Doug Parker, sem missir eldri eiginkonu sína í flugslysi. Hann á í erfiðleikum með að hefja líf sitt á ný, sem felur það með sér að ala upp unglingsstrák, sem að eiginkona hans átti. Hann skrifar vinsæla pistla í tímarit um vandamál sín en á samt í vandræðum með að gera eitthvað annað í lífinu en að syrgja eiginkonu sína.
Smám saman neyðir þó systir hans hann til að reyna að hitta aðrar konur og hefja líf sitt á ný. Að mínu mati frábær bók, einstaklega skemmtileg. Ég lánaði vinkonu minni bókina og var ekki alveg viss um það hvort stelpa hefði jafn gaman af henni, en hún var alveg jafn ánægð með hana. Mæli með þessari bók.
[Dead Famous](http://www.amazon.com/Dead-Famous-Ben-Elton/dp/0552999458/ref=pd_bbs_sr_2/105-8985785-3863669?ie=UTF8&s=books&qid=1192988188&sr=1-2) eftir Ben Elton. Elton er klárlega einn af mínum uppáhaldshöfundum, held að ég hafi ekki enn verið óánægður með bók eftir hann.
Þessi fjallar um það þegar að morð er framið í raunveruleikasjónvarpsþættinum Big Brother. Einn af keppendunum er drepinn í beinni útsendingu og lögreglan þarf að komast að því hver framdi morðið á meðan að tökum á þættinum er haldið áfram. Gríðarlega skemmtileg “whodunnit” saga.
* * *
Í gær hélt ég matarboð þar sem þemað var bandarískir veitingastaðir. Það reynist mér alltaf frekar erfitt að halda sjö manna matarboð hérna heima sérstaklega þar sem ég byrja aldrei að plana hlutina fyrr en klukkan 4 og þá á ég vanalega eftir að elda, taka til og leggja á borð. Í gær tókst það auðvitað ekki á tíma, en einhvern veginn tókst mér samt að búa til pasta og hrísgrjónarétt, samlokur og tvær tegundir af pizzum. Ég á í dag afganga, sem gætu fætt fótboltalið.
Ég fór ekki á Airwaves þar sem að ég kann greinilega ekki að kaupa hluti á netinu. Hélt að ég hefði keypt miðann en þegar ég ætlaði að finna kvittunina og prenta hana út þá komst ég að því að því að ég hafði ekki klárað kaupin á miðunum. Þannig að helgarplanið fór í algjört fokk, en ég var búinn að plana það að fara á hátíðina með góðu fólki. Það fór víst í algert rugl. En svona er þetta.
Ég kíkti á Vegamót um helgina – og sá þig ekki! Hvað er í gangi? 🙂
Þetta var vítavert kæruleysi hjá mér 🙂