Framsókn í stjórnarandstöðu

Valgerður Sverrisdóttir spyr:

„Það verður því fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum sjálfstæðismanna við heimatilbúnum ágreiningsmálum og skeytasendingum Samfylkingarinnar, s.s. frestun vatnalaga, frumvarpi um skipun hæstaréttardómara, hugmyndum um stjórnarskrárbreytingar sem auðveldi þátttöku í yfirþjóðlegu samstarfi eins og innan Evrópusambandsins, o.s.frv. Hversu lengi kyngir Sjálfstæðisflokkurinn slíkum sendingum?”

Það má umorða þessa setningu svona:

“Hversu lengi sættir Sjálfstæðisflokkurinn sig við það að Samfylkin sé áfram sjálfstætt stjórnmálaafl, í stað þess að renna alveg inn í Sjálfstæðisflokkinn einsog við framsóknarmenn gerðum áður?”

Voðalega er þetta slappt.

2 thoughts on “Framsókn í stjórnarandstöðu”

  1. Já, nú þarf Samfylkingin bara að halda áfram að standa í lappirnar svo ekki sé þörf fyrir hækjuna sem Framsókn arfleiddi okkur af um daginn!

Comments are closed.