Tengt þessu mataræðisátaki sem ég er í, þá hef ég ekki dottið í það í all-langan tíma. Ég komst nálægt því á laugardaginn þegar ég var að halda uppá Serrano afmæli með starfsfólki staðarins. Drakk eitthvað, en samt ekki neitt rosa mikið. Fórum eftir partíið saman nokkuð stór hópur í bæinn. Vegna þess að einhverjir voru ekki orðnir tvítugir var úrvalið af mögulegum skemmtistöðum ekki það sama og er vanalega hjá mér. Til dæmis komu engir staður ofan víglínu til greina.
Eftir að hafa farið á skrautlega hafnfirska skemmtistaði enduðum við á Hressó. Þar lenti ég í því að meðan ég sat í rólegheitunum við borð, varð ég allt í einu miðpunktur slagsmála þar sem að gaur kom fljúgandi á borðið mitt. Síðast þegar ég heimsótti Hressó, þegar ég var að ná í bandarískan félaga minn, þá var sá sami félagi minn laminn. Ályktun mín af þessum atvikum er að láta þennan skemmtistað eiga sig.
* * *
Ég hef farið nokkrum sinnum að borða á Vegamót undanfarnar vikur, en ég hef ekki djammað á þeim stað í tvo mánuði. Það hefur ekki gerst í mörg ár.
Það er líka alveg ljóst að það dregur úr manni djammviljann að vera ekki í stelpuleit á djamminu. Síðustu skiptin sem ég hef verið á djamminu hefur hugurinn á mér alltaf verið hjá einhverri stelpu sem var ekki á staðnum. Þrátt fyrir að ég fari ekki beint á djammið til þess að leita að stelpum, þá er það alveg ljóst að þegar áhugi manns á þeim stelpum sem eru á staðnum er lítill, þá minnkar djammáhuginn.
Ég held samt að ég sé búinn að fá djammviljann aftur.
* * *
Þeir sem umgangast mig dags daglega vita að ég á það til að lesa minnispunkta inná símann minn. Þetta er allt partur af kerfi sem ég nota til að halda utanum allt það sem ég þarf að gera. Stundum þegar ég hef komið fullur heim af djamminu hef ég lesið eitthvað inná símann minn, vanalega einhverja minnispunkta um það hvað lífið er yndislegt / ömurlegt eða hversu mikið æði / hörmung stelpur eru.
Þegar ég kom heim af djamminu á laugardaginn þá las ég eftirfarandi skilaboð inná símann minn: “Muna eftir pinto bauna breytingunum”.
Ef ég þurfti einhverjar frekari sannanir um að ég ætti mér ekkert líf, þá komu þær þarna.
* * *
Ég fór með vinkonu minni í bíó á sunnudaginn á This is England. Sú mynd er afskaplega góð. Álíka niðurdrepandi og Veðramót, en samt góð. Í gær vann ég svo heilar 500 krónur í póker af vinum mínum. Og í kvöld verð ég að hrósa Sýn fyrir það að sýna leik með tveimur liðum sem eru ekki frá Englandi, þannig að síðustu kvöld hafa verið góð.
fyrirgefðu en hvar er víglínan staðsett og hverjir eru þeir skemmtistaðir sem taldir eru vera skemmtilega hafnfirskir?
Víglínan er Lækjargata og þeir skemmtistaðir eru taldir hafnfirskir sem eru staðsettir í Hafnarfirði.
ah, hélt þú ættir við skemmtistaði þar sem 7-80 prósent viðskiptavina eru hafnfirðingar. Það er oftar en ekki mjög fyndið.
Bjöggi, var þetta sárt? 🙂
já, þetta var alveg svona “æi…c´mon, ég er ekki SVONA heimskur….”
en ég lifi. biturlega.
Óskipulag einkennir mitt líf, þannig kannski ætti maður að byrja að lesa minnispunkta inn á símann sinn. Svo er náttúrulega það erfiðasta eftir – að framkvæma þá.
Gaui, ef þú vilt byrja að skipuleggja þig, lestu þig þá um þetta kerfi sem ég bendi á. Getur byrjað á því að kaupa þér þessa bók.