Fokking jól

Úff, síðustu þrjá daga hef ég þurft að þola fréttir af jólasveinum í aðalfréttatíma sjónvarpsins. Í kvöld var 2 mínútna langt viðtal við Stúf. STÚF!!! Eiga þessir andskotar ekki að vera enn uppí Esjunni?

Einnig var ég inná Adesso að vinna í dag og þar heyrði ég roooosalegasta jólalag allra tíma, sem fjallaði um malt og appelsín. Úffff!  (uppfært: veit einhver hvaða lag þetta er?  Þetta er ekki auglýsingalagið, heldur eitthvað popplag um malt og appelsín).

Annars kom vinur minn í heimsókn í gær og hrósaði mér sérstaklega fyrir jólaskreytingar í íbúðinni minni. Það hefur enginn gefið mér jólaskraut í gegnum tíðina og ekki fer ég að kaupa það sjálfur, þannig að eina jólaskrautið, sem ég á er spítusnjókall. Núna hangir hins vegar líka grenigrein í stofunni eftir partí sem ég hélt um helgina. Þetta er eins nálægt því að hafa jólatré í stofunni og ég mun komast meðan ég bý hér einn.

Sem betur fer er malt og appelsín auglýsingin með litlu stelpunni ekki byrjuð í sjónvarpinu.

5 thoughts on “Fokking jól”

  1. Skín í rauðar skotthúfur
    skuggalangan daginn,
    jólasveinar sækja að
    sjást um allan bæinn.
    Ljúf í geði leika sér
    lítil börn í desember,
    inn í frið’ og ró, út´í frost og snjó
    því að brátt koma björtu jólin,
    bráðum koma jólin.

    BEISIK!

    Kveðja,
    Scweppes

  2. Ef þú ertað meina original lagið sem ‘Malt og Appelsín’ erað kópera, þá er það ‘Happy Holiday’ með Bing Crosby…

  3. Nei, ég er að tala um lagið sem Gunni bendir á. Þetta er semsagt ekki auglýsingalag, heldur bara hefðbundið dægurlag um malt og appelsín. Magnað, ekki satt?

Comments are closed.