Jæja, það eru víst að koma jól og því væri ekki vitlaust að taka árlega uppboðspakkann minn.
Fyrir þá, sem hafa ekki lesið þessa síðu í mörg ár (og hver hefur ekki gert það?) þá hef ég fyrir síðustu tvö jól tekið til dót úr eigin safni og selt það á þessari síðu með uppboðsformi og gefið ágóðann til Oxfam góðgerðarmála í Mið-Ameríku og SuðAustur Asíu.
Ég skrifaði í fyrir tveim árum um [upphaflegar ástæður](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/10/9.38.15/) fyrir því að ég ákvað að standa í þessu uppboði og þær ástæður eru auðvitað enn jafngildar í dag.
Þessi uppboð hafa þó gert að verkum að geymslurnar mínar verða alltaf tómari með hverju árinu og því er ég með afskaplega lítið til að bjóða upp þetta árið miðað við síðustu tvö ár.
Ég hélt þó uppá 30 ára afmælið mitt í sumar og þar afþakkaði ég afmælisgjafir en bað þess í stað fólk um að leggja pening inná bankareikning, sem og margir gerðu.
Ég ætla því núna að gefa þá peninga sem söfnuðust þá, sem og á peninga sem munu safnast í þessu uppboði til Oxfam. Fyrir þá, sem vilja ekkert kaupa en vilja gefa beint til Oxfam, þá getiði lagt pening inná sérstakan reikning sem er 0323-13-701310 og kennitalan 170877-3659. Ég mun svo eftir áramót koma þessu öllu til Oxfam. Munið að það sem okkur finnst vera smápeningur getur komið sér gríðarlega vel fyrir samtök einsog Oxfam í löndum Mið-Ameríku.
Fyrsti hluti uppboðsins kemur seinna í kvöld.
ég vil bjóða í ATV 21 tommu sjónvarp
ég bíð 10.000 krónur
ég set símanúmerið mitt hérna ef ég skyldi vinna 8587751