Þessi hugmynd að vekjaraklukku er sú besta sem ég hef nokkurn tímann séð.
Pælingin er semsagt sú að vekjaraklukkan sé tengt við netið í gegnum Wi-Fi. Þegar hún hringir og þú ýtir á “snooze”, þá gefur þú sjálfkrafa til einhverra málefna sem að þér er illa við að styðja. Þetta er með ólíkindum snjöll hugmynd. Ég er viss um að ég myndi algerlega hætta að ýta á snooze ef ég vissi að hverjar auka 10 mínútur af svefni myndu þýða rífleg fjárframlög til framsóknarflokksins.
Tek undir það. Fæst þetta snilldarsköpunarverk á Íslandi?
Hahaha, þetta er snilld.