Serrano #4 í Hafnarfirði

Það er nóg að gerast hjá okkur á Serrano. Salan á þessu ári hefur verið ótrúlega góð og aukningin frá því í fyrra mikil þrátt fyrir það að árið í fyrra hafi verið algjört metár.

Allavegana, í næsta mánuði ætlum við að opna fjórða Serrano staðinn og hann verður við Dalshraun í Hafnarfirði. Einsog lesendur þessarar síðu vita þá keyptum við taílenska staðinn Síam síðasta haust. Sá staður var í talsvert stærra húsnæði en var nauðsynlegt og ákváðum við því að breyta húsnæðinu talsvert. Við ákváðum að minnka Síam aðeins og að taka allt plássið við hliðiná Síam og setja þar Serrano stað.

Þessar framkvæmdir eru núna komnar á fullt. Á Síam verður áfram pláss fyrir 25 manns í sæti og svo mun sá staður leggja meiri áherslu á take-away mat. Á Serrano verður svo pláss fyrir 30 manns í sæti. Framkvæmdirnar hófust fyrir rúmum 10 dögum og við stefnum á að opna staðinn í byrjun apríl. Það verður væntanlega eitthvað minna stress í tengslum við opnunina heldur en var í kringum Smáralindina.

Hérna er mynd, sem ég tók núna áðan á leið heim af flugvellinum. Þarna á afgreiðslan að veraOg á seinni myndinni er svo bekkur sem verður eftir einum veggnum og snýr að útganginum. Búið er að leggja parketið á vegginn, en enn á eftir að klára aðra veggi, gólf, loft og flest annað. Sjá fleiri myndir [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/sets/72157604063325810/).

Staðurinn verður með mjög svipuðu útliti og Smáralindin, þannig að hann verður væntanlega mjög glæsilegur. Hafnfirðingar geta því loksins keypt almennilegt burrito í bænum sínum frá og með næsta mánuði. 🙂

11 thoughts on “Serrano #4 í Hafnarfirði”

  1. Þess má geta að þessi færsla var skrifuð til þess eins að fá Kristján Atla til að gráta af gleði!

    Serrano, má ég kynna þig fyrir himnaríki. Himnaríki, þetta er Serrano.

    Get ég sótt einhvers staðar um magnafslátt hjá þér? Ég á eftir að halda nýja staðnum uppi einn míns liðs … 😉

  2. Heyrðu, þetta er alveg frábært. Ég held að ég taki bara undir með Kristjáni með að stunda þennan stað af kappi.
    Síðan, ef þú getur búið til svona veislubakka fyrir fundi og svona, sem ég veit reyndar ekki hvort þú ert núþegar með þá get ég sent töluvert af viðskiptum þína leið….

  3. Takk Gaui og Björgvin.

    Og nei, Andri Fannar við erum reyndar með plön um aðra staði sem eru ekki á Akureyri. En þetta er alltaf uppi á borðinu. 🙂

  4. snilld, verður fínt að fá Serrano inn í þessa flóru í Hfj, fór annars á Síam um helgina og náði í mat, klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Reyndar í fyrsta skipti sem maturinn var ready þegar ég kom. Ekkert nema gott um það að segja.

  5. Sæll félagi, Til lukku með staðinn.. glæsi glæsi og gaman að heyra að það gengur vel 🙂

    Kv. Hafrún

Comments are closed.