Hamingja!

Ó, þvílík hamingja!!

Ég er eiginlega alveg uppgefinn.  Þvílíkur tilfinninga-rússíbani.  Ég var við það að gefast upp strax eftir Arsenal markið, svo fékk ég smá von þegar að Hyypia jafnaði.  Svo trylltist ég og stökk uppá sófann á Café Viktor þegar að Torres skoraði. 

Svo hélt ég að heimurinn væri að hrynja þegar að Adebayour jafnaði eftir fáránlegan undirbúning frá Walcott.

Og svo kom Babel og bjargaði deginum.  Fékk vítaspyrnu og þegar Gerrard skoraði úr henni missti ég endanlega röddina útaf öskri á meðan ég hoppaði á sófanum.  Og svo kláraði Babel þetta af stakri snilld. Ég hef ekki verið jafn spenntur yfir fótboltaleik síðan í Istanbúl. Algjörlega magnað.

Þvílíkur stórkostlegur fótboltaleikur.  Ég elska þetta lið!

5 thoughts on “Hamingja!”

  1. Þó ég vilji ekki andmæla þér en uhhhh Liverpool-West Ham í Cardiff??
    Alla vegna svipað. Eða hvað veit ég?

  2. Jú, ég var búinn að gleyma þeim leik. 🙂

    En það er samt alltaf meira spes þegar þetta er í Meistaradeildinni.

  3. Ég er að leita af stað til þess að gefa Senderos á. Viljið þið hann ekki? Hann var eiginlega besti maðurinn ykkar í þessum leik.

  4. Nei takk. Við erum ágætlega settir með miðverði með Agger, Carragher, Hyypia og Skrtel. 🙂

    Ég reyndar vorkenni Senderos alltaf þar sem það er alltaf einsog hann sé að fara að gráta.

Comments are closed.