Dagurinn í dag er búinn að vera skemmtilegur. Ég fíla svona daga í stressi fyrir opnun á nýjum Serrano stað. Vissulega tekur það á að vera að ýta á eftir fólki, rífast við aðra og með símann uppað eyranu allan daginn á flakki um bæinn.
En ef ég ætti að velja milli svona daga og þess að vera inná skrifstofu allan daginn, þá væri valið ekki erfitt.
* * *
Við munum semsagt opna Serrano staðinn í Dalshrauni 11 (sjá [kort](http://serrano.is/kort-hfj.jpg)) núna á föstudaginn klukkan 11. 100 fyrstu viðskiptavinirnir munu fá ókeypis burrito.
Staðurinn er að taka á sig [mynd](http://www.flickr.com/photos/82127547@N00/2437349702/).
* * *
Ég er búinn að ná mér eftir áfall gærdagsins. Ég held að Liverpool taki þetta í seinni leiknum.
Jesús almáttugur hvað þessi Man U – Barceona leikur var svo leiðinlegur.
* * *
Ég er búinn að skipuleggja flest sem kemur að ferðinni í næstu viku. Er búinn að útvega mér nýtt vegabréf. Hið gamla lenti í þvottavélinni og því máðust allir stimplarnir út. Ég var hræddur um að sýrlenskir landamæraverðir tækju það sem tilraun mína til að fela ferðir til Ísrael, þannig að ég ákvað að fá mér nýtt og fínt vegabréf.
Fór svo í eina sprautu og er því að mestu tilbúinn í ferðina. Sé reyndar fram á að síðustu dagarnir í vinnunni verði nokkuð þéttir, en það er líka bara ágætt.
Merkilegt hvað það er leiðinlegt að horfa á svona leiki þegar maður heldur ekki með öðru liðinu. Þegar Liverpool gerði það nákvæmlega sama í fyrra á Nou Camp þá fannst mér sá leikur t.a.m. miklu skemmtilegri.
Já, samanburðurinn við Liverpool-Barca er reyndar ekki góður, þar sem Liverpool sótti í þeim leik. En mér leið ábyggilega í gær einsog United mönnum að horfa á Liverpool-Chelsea í fyrra.
Jú reyndar. En þessir Man Utd leikir í meistaradeildinni hafa verið með þeim leiðinlegri, á meðan það er ekkert skemmtilegra í heiminum heldur en meistaradeildarleikir hjá Liverpool, sérstaklega þegar komið er í knockout stages.
Neyðist víst til að vera sammála þér, Einar… félagsskapurinn reyndar bjargaði mér 🙂