Hvað fékkstu fyrir 1.000 evrur?

Helsti orðrómurinn á Íslandi í dag er að Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafi þjóðnýtt risastóran banka aðallega vegna þess að seðlabankastjóra er svo illa við stærsta eiganda bankans. Það magnaða við þennan orðróm er að ansi margir eiga auðvelt með að trúa honum. Það sýnir kannski vel hvers lags vitleysa viðgenst á þessu landi.

* * *

Meistari Krugman virðist sáttur við kaupin á Glitni. Þó verður að teljast ólíklegt að hann þekki smáatriðin. Hann er aðallega sáttur við að peningurinn komi inn sem hlutafé, í stað þess að vera kaup á hættulegum lánum.

* * *

Nú er það svo að þótt að einstaka hlutabréf séu áhættumikil, þá ættu vísitölustjóðir að vera öllu stabílli.

Segjum sem svo að útlendingur hafi ætlað að flytjast til Íslands fyrir einu ári, þá hefði vel verið hægt að ljúga því að honum að öruggasta fjárfestingin væri að fjárfesta í OMX I15 vísitölunni, sem er vísitala 15 stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni. Það er oftast þannig að slíkar vísitölur eru tryggasti fjárfestingamáti ef að fólk vill á annað borð fjárfesta í hlutabréfum. Segjum að hann hefði haft með sér 10.000 evrur.

Hann byrjaði því á því 1.október 2007 að skipta 10.000 evrum yfir í krónur. 1.okt ’07 – 10.000 evrur = 870.000 krónur

Fyrir það gat hann keypt 105 hluti í OMX I15 vísitölunni, sem var þá á genginu 8.269.

Ári seinna ætlar hann svo að flýja ástandið á Íslandi. Hvað ætli hann fengi fyrir 10.000 evrurnar sem hann kom með fyrir einu ári? Jú, hann selur 105 hlutina í OMX I15. Fyrir það fær hann 357.301 krónur (í stað 870.000 fyrir ári).

Þegar hann svo skiptir þessum krónum aftur yfir í evrur, þá fær hann fyrir sinn snúð 2.464 evrur! Eign hans hafði rýrnað um yfir 75%. Þannig að útlendingur, sem treysti á gjaldmiðil Íslands og vísitölu fimmtán stærstu fyrirtækja landsins, hefði á einu ári tapað 3/4 af eignum sínum.

Þetta kallast hrun.

5 thoughts on “Hvað fékkstu fyrir 1.000 evrur?”

  1. Til samanburdar fra Ameriku:

    If you had purchased $1,000 of Delta Air Lines stock one year ago, you would have $49 left. With Fannie Mae, you would have $2.50 left of the original $1,000. With AIG, you would have less than $15 left. But, if you had purchased $1,000 worth of beer one year ago, drunk all of the beer, then turned in the cans for the aluminum recycling REFUND, you would have $214 cash.

  2. Hafi Ísland ekki verið sannkallað bananalýðveldi áður erum við það alveg örugglega núna:

    Wednesday, October 1, 2008

    1 Zimbabwe Dollar = 0.81456 Iceland Krona
    1 Iceland Krona (ISK) = 1.22766 Zimbabwe Dollar (ZWD)

    Median price = 0.81124 / 0.81456 (bid/ask)
    Estimated price based on daily US dollar rates.

    http://www.oanda.com/convert/classic

  3. …það er deginum ljósara að seðlabankastjóri á að víkja.
    Maðurinn er ekki einasta skaðvaldur, hann er sannkallaður hryðjuverkamaður

    Hvar er Jón Steinsson?
    Jón, komdu heim…!

Comments are closed.