Þettta stendur í frétt 24 stunda:
Innan Samfylkingarinnar eru þrjú atriði helst rædd sem hugsanlegar lausnir á efnahagskreppunni: a) að lýsa yfir vilja til að sækja um aðild að ESB b) sækja um neyðarlán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og c) reka Davíð Oddsson. Báru samfylkingarmenn þá von í brjósti fram eftir degi í gær að forsætisráðherra myndi í stefnuræðu sinni boða einhverjar lausnir.
Má ég biðja um allavegana a) og c)? Og b) væri sennilega ekki óvitlaust heldur.
Gallinn er bara að þrátt fyrir alla galla Sjálfstæðisflokksins, þá væri ástandið varla betra með stjórnarandstöðuflokkunum við stjórnvölinn. Það er vandi Samfylkingarinnar.
Sækjum um ESB aðild strax!
Verst ad adildarferlid tekur nokkur ar og vid uppfyllum engan veginn skilmalana fyrir inngongu i myntbandalagid eins og stadan er nu.
Það er vissulega rétt. En það má ekki nota það sem afsökun fyrir því að fresta umsókninni endalaust.
Það tekur tíma að koma sér í gott líkamlegt form, en það er ekki afsökun fyrir því að fara aldrei af stað.
Sammala ad thad er ekki afsokun. Bara eftirsja.
Hjartanlega sammála! Ísland í ESB!