Sigur Rós og dauður bíll

Þessi mynd var tekin við Arnarhól síðasta laugardag. Hún sýnir greinilega hvað gerist þegar maður lánar kærustunni sinni bílinn á meðan maður er í útlöndum.

<img src=http://farm4.static.flickr.com/3243/3055937289_c1e50c0a98.jpg class="midja"

Annars er ég búinn að eyða síðustu dögum á Íslandi, en er á leið aftur út til Svíþjóðar á fimmtudaginn. Átti alveg meiriháttar helgi hérna heima. Fór útað borða á föstudaginn, var svo í meiriháttar kalkúna-matarboði heima hjá vinum mínum á laugardaginn og á sunnudaginn fórum ég og Margrét á Sigur Rósar tónleikana.

Ég hef núna séð Sigur Rós 4-5 sinnum á tónleikum, en þetta voru bestu tónleikarnir sem ég hef séð með þeim. Algjörlega frábærir. Lagavalið, sviðsmyndin og brellurnar, sem og hljómsveitin sjálf voru fullkomin. Þetta er með ólíkindum góð tónleikasveit.

8 thoughts on “Sigur Rós og dauður bíll”

  1. hmmm… mér þykir þetta á svona semí gráu svæði 🙂 Þetta var ekki mér að kenna!

  2. En hvur var það sem tók myndina?

    Þessi mynd var tekin við Arnarhól síðasta laugardag. Hún sýnir greinilega hvað gerist þegar maður lánar kærustunni sinni bílinn á meðan maður er í útlöndum

    Bara svona smá að spá hvort téð kærasta sé að taka þátt í eingins dissi með myndatökunni 😀

  3. upphaflega átti þessi mynd að vera diss á Einar þar sem að hann kunni ekki á kaplana… En einhvernvegin snérist þetta í höndunum á mér 😉

  4. Ég kunni alveg á kaplana. Margrét var bara alltaf að þylja einhverja vitleysu, þannig að við enduðum á að hringja eftir smá aðstoð til að fá þetta á hreint. Á endanum hafði ég rétt fyrir mér.

  5. Haha! Ég virðist hafa hitt á e-a viðkvæma strengi og komið að stað e-m hjónaerjum! Vel af sér vikið Jens!

Comments are closed.