Ég er nokkurn veginn búinn að pakka niður öllu dótinu mínu og er á leið heim til Íslands á morgun, þar sem ég ætla að vera yfir jólin. Ég get ekki beðið.
Staðan á Serrano staðnum í Vallingby er ágæt. Framkvæmdir ganga vel og flestallt tengt opnun staðarins er í ágætis málum. Ég fór í dag og heimsótti heilbrigðisyfirvöld til að fá hjálp með nokkra punkta í þessu ótrúlega umsóknarferli um veitingaleyfi. Ég er nokkuð bjartsýnn á að nú sé umsóknin tilbúin og því gefist nægur tími til að kanna staðinn fyrir opnun, sem við stefnum á 15.janúar.
Ég tók nokkrar myndir í dag í Vallingby. Hérna má sjá afgreiðsluborðið, sem var sett upp í morgun. Borðið var framleitt hjá Frostverk á Íslandi og svo flutt út. Þegar ég var að fara frá Vallingby áðan (þar sem ég var að reyna við Íslandsmet í fundarhaldi í mismunandi borgarhlutum) þá var verið að setja upp auglýsingamyndir í alla gluggana. Þetta á að vera nokkurs konar “teaser” auglýsingar fyrir fólk sem labbar framhjá staðnum þangað til að við opnum, en það fer mikill fjöldi framhjá staðnum okkar á leið um lestarstöðina.
En allavegana, ég verð heima fram í janúar og þá er bara að vona að þeir sem eru að vinna fyrir okkur hérna í Svíþjóð klári sín verkefni svo að við getum opnað.
Hlakka til að mæta á opnunina. Staðurinn verður án efa kærkominn viðbót við alla tyrknesku khebab staðina í Stokkhólmi. Gleðilega jól!
Kv. Boggi