Það er magnað að fylgjast með atburðunum á Íslandi.
Eitt fyndnasta við þetta allt eru viðbrögð margra hægrimanna, til dæmis flestra sem eru vinir mínir á Feisbúk. Þau eru á þá leið að víst að nú sé komin vinstri stjórn á Íslandi *þá* fari allt til fjandans. Alls konar klysjur um að nú hækki skattar og að einkaframtakið verði kramið og bla bla bla. Ég hef séð einhver 10 status skilaboð á Feisbúk um að fólk hyggist flytja til útlanda þar sem að vinstri stjórnin muni fara með allt til fjandans. Ekki ósvipað og [hér](http://fridjon.eyjan.is/2009/01/27/vont-fyrir-island-gott-fyrir-sjalfstaedisflokkinn/) og [hér](http://katrin.is/?t=athugasemdir&nid=7686).
Hvað í ósköpunum veldur þessum hroka hjá hægrimönnum, sem halda að þeirra flokkur sé einn hæfur til þess að stjórna? Yfir hverju geta þeir eiginlega montað sig í dag?
Áður fyrr voru aðallega tveir hlutir sem að hægri menn notuðu til þess að hræða fólk frá því að kjósa yfir sig vinstri stjórn á Íslandi. Fyrst það að hægrimönnum væru einum treystandi til að sjá um ríkisfjármálin. Þessa vitleysu hefur nýhættum forseta Bandaríkjanna og svo Sjálfstæðismönnum hérna heima svo sannarlega tekist að afsanna. Svo var það glundroðakenningin um að stjórn væri bara starfhæf ef að Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í Reykjavík afsannað með stórkostlegum glæsibrag á þessu kjörtímabili.
Þannig að ég segi við Sjálfstæðisflokks-elskandi vini mína: Þið hafið ekki efni á þessu. Ykkar flokkur og ykkar stefna kom okkur í þá stöðu, sem við erum í. Það má vel vera að vinstri stjórn eigi eftir að lenda í vandræðum, en hún getur varla klúðrað málunum á verri hátt en sú sem er að fara frá.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað öllu á Íslandi frá því að ég fermdist. Það er löngu kominn tími á að aðrir fái að stjórna landinu.
Já, hvað á að gerast ef það kemur vinstristjórn?
Bankahrun? Atvinnuleysi? Erlendar skuldir hraðvaxa? Gengi krónunnar fellur niður í gólf? Óeirðir á götunum?
heyr, heyr…. gæti ekki verið meira sammála þér.
Sat einmitt undir þvílíkum fyrirlestri á síðustu kosninganótt frá hörðum sjálfstæðismanni sem sagði að ef sjálfstæðisflokkurinn færi ekki í stjórn að þá myndi allt fara til fjandans á Íslandi. Vildi mikið að ég hefði upptöku af þessum fyrirlestri og gæti spilað hann fyrir viðkomandi í dag… ótrúlegur hroki að það hálfa væri nóg.
þó maður fíli hvorki vinstri græna né samfylkinguna, þá þýðir það ekki að maður haldi með sjálfstæðisflokknum…
Arfleifð Davíðs og fylgismanna hans sem lifa mun í minningu næstu kynslóða verður einkavæðing banka í hendur manna sem kunnu ekki með þá að fara, algjört afnám bindiskyldu, eftirlitsstofnana og annarra vopna sem seðlabankar heimsins beita á heilalausa bankastjórnendur, fullkomið afnám málfrelsis, bann við gagnrýnni hugsun, umboðslaus þátttaka í geðveikislegu árásarstríði og þjóðargjaldþrot.
Nú þegar Sjálfstæðisflokkur kveður liggur eftirfarandi fyrir:
Stýrivextir 18%
Verðbólga hátt í 20%
Atv.leysi 13%
Takk Davíð, takk kærlega.
Athyglisvert að montbókarfélagar þínir í trúfélaginu Davíð ehf. skuli dirfast að opna munninn. Mínir gömlu félagar sem smituðust snamma af sjálfstæðisvírusnum og hafa aldrei jafnað sig, virðast vera búnir að setja sjálfa sig algjörlega á silencio.
Kannski kominn tími til.
Það er hér um bil útilokað að leiðin liggi nokkurt annað en upp á við en til þess er nauðsynlegt að Sjálfstæðismenn hafi hægt um sig, dragi sig fullkomlega í hlé og dirfist ekki að skipta sér af björgunarstarfi flokkanna sem hafa beðið í 17 ár eftir að fá tækifæri til að koma á mannúðlegu samhjálparástandi í þjóðfélaginu. Ég efa því miður stórlega að frjálshyggjupostular flokksins geti haldið í sér fram yfir kosningar, líklegra er að þeir geri sitt ítrasta til að valda enn frekari upplausn og sundrungu.
Það er einna óskiljanlegast af öllu í þessu ástandi að bankaráð og stjórn Seðlabanka skuli enn sitja. Ekki síður furðulegt er að enn skuli ganga laus maður sem seldi hlutabréf sín í Landsbanka mánuði fyrir hrun bankans … eftir að hafa fengið innherjaupplýsingar á fundum fjármálaráðherra.
Er þetta dæmi um sjálfstæðismenn sem bera ábyrgð?
Sjálfstæðisflokkur hefur beðið algjört hugmyndafræðilegt gjaldþrot.
Það eru einu góðu fréttirnar…
Já, það er ekki hægt að það sé hátt risið á Sjálfstæðismönnum þessa dagana. Þeir vita sem er að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt fyrir löngu búinn að hleypa nauðsynlegum breytingum í gegn.
Síðan falla þeir loksins á kosningar í algjörri nauðvörn.
Ég hélt að menn væru nokkuð sammála um að fráfarandi stjórn væri vanhæf og aðrir þingmenn væru engu skárri. Kannski kominn tími til að dusta rykið af prýðilegri hugmynd látins jafnaðarmanns um að ráða hæft fólk í þessar stöður frekar en að henda fulla skipstjóranum fyrir borð og setja íþróttafréttamann og flugfreyju í staðinn?
…og stjórnmál eru ekki fótbólti.
ehhh, heldurðu að skattar verði ekki hækkaðir!? fjármagnstekjuskattur, tekjuskattur, útsvar, hátekjuskattur, fyrirtækjaskattur, eignarskattur. Nefndu það, ef það er hægt að skattleggja það þá verður það gert
Sammála Katrínu og Gunnari
Hvern heldur katrín.is að hún sé að blekkja?
Hún er með D-ið tattúverað á ennið á sér.
Það verður vart hjá því komist að hækka skatta. En það verður ekki þessi ríkisstjórn sem gerir það, það verður ríkisstjórnin sem tekur við eftir kosningar.
Ríkið skuldar 2000 milljarða, þökk sé meira og minna misvitrum sjálfstæðismönnum (og einstaka framsóknarmönnum) … eða heldur einhver að bankastjórar gömlu bankanna séu kannski erkikommar sem kjósa Steingrím? Er Róbert Tschenguiz og lánanefnd Kaupþings kannski skráð í VG?
Afsakið persónugeringu vandans en það voru fyrst og fremst persónur sem komu þjóðinni í hann þó að vissulega hafi það fyrst og fremst verið hugmyndafræði frjálshyggjunnar og trúin á übermensch og lögmál sem aldrei geta klikkað því eðli mannsins sé einmitt ekki að hugsa fyrst og fremst um sig, síðast um aðra.
Og auðvitað borgar þjóðin brúsann í formi skatta. Hvernig á að gera það öðruvísi? Selja bankana strax aftur til fjárglæframanna sem eyða nokkur þúsund milljörðum í viðbót?
Ég ber nákvæmlega enga ábyrgð á því ástandi sem hér er, tók engin bílalán (hafði ekki efni á því), á hvorki flatskjá né iPod. Samt er það nú svo að ef ég væri núna með 700.000 kr á mánuði eða meira, þætti mér ekkert eðlilegra í þessum heimi, heldur en að ég greiddi hærri skatta en aumingja fólkið sem er að reyna að lifa af 220.000 kr. Það er til orð yfir þessa afstöðu, orðið er “sanngirni”.
Ísland er ekki fjármálaveldi heimsins og gat aldrei orðið. Ísland er lítil sveitaþjóð sem ætti að sníða sér stakk eftir vexti. Að vanhæfur framkvæmdastjóri ríkisstofnunar fái nú 24 milljónir í lokagreiðslu þegar hann hverfur frá eftir að hafa ekki sinnt hlutverki sínu, 24 milljónir! …er skandall. 2 milljónir á mánuði? Á sama tíma er saklaus gjaldkeri sem hefur unnið sín verk samviskusamlega með kannski 1/10 af þessari upphæð.
Viljum við búa í þjóðfélagi ofurlauna og misréttis? Er ekki komið nóg af þeirri tilraun?
frábært samt að fá “nýtt” fólk inn
jóhanna búin að vera á þingi í 30ár og steingrímur joð í 25..
True – Tekur lengri tíma að brenna út þegar maður er aldrei í ríkisstjórn? 🙂
En ég vona að þau víki samt ekki fyrir fersku fólki eins og t.d. Sturlu Trucker og Ástþóri
Það eru nefnilega þó nokkrar líkur á því … eftir því sem gjaldþrotum fjölgar, verðbólga hækkar, atvinnu- og vonleysi eykst. Ekki að ég hafi neitt persónulega á móti Sturlu og Ástþóri samt, þeir eru hressir gaurar 🙂
Áhugaverður pistill. En Einar, ertu þá að segja að það sé þín trú að skattar verði ekki hækkaðir hér á landi verði vinstristjórn við stjórnvölinn næstu misserin?
Ragnar, stýrivextir eru vissulega 18% hér á landi. Verðbólgan er nú 18,6% og fyrst þú ert að þakka Davíð fyrir þá ættirðu endilega að þakka honum í leiðinni fyrir að verðbólgan er ekki enn meiri, einmitt vegna þessara háu vaxta. Skráð atvinnuleysi var 4,8% í desember en ekki 13%. (Janúarmæling hefur ekki enn verið birt á vef Vinnumálastofnunar). Ég veit ekki hvaðan þú hefur þínar heimildir, væri fróðlegt að heyra það. (Þótt það sé þessu algjörlega óviðkomandi, þá finnst mér 4,8% atvinnuleysi vera of mikið – og vona heitt og innilega að ekki komi til 13% atvinnuleysis hér á landi). Þá þykir mér afar merkilegt að þú fullyrðir að ríkið skuldi 2000 milljarða króna. Ertu að taka Icesave skuldbindingarnar inn í það eða er þetta bara skot í myrkri? Er ráðherra bankamála ekki Samfylkingarmaður. Ber hann enga ábyrgð að þínu mati? Ég er forvitin að heyra hvað þú segir um það.
P.s. Einar, ein vinsamleg ábending. Maður segir ekki “víst að…” heldur “fyrst að…” (er ekki með íslenskar gæsalappir á þessu lyklaborði). Hef rekist á þessa málvillu ítrekað á síðunni þinni. Annað, hef líka tekið eftir því að þú kallar þig hagfræðing, en ert með B.A. gráðu frá erlendum háskóla. Hefurðu fengið leyfi ráðherra til þess þar sem þetta er lögverndað starfsheiti? Getur lesið svar á Vísindavefnum um þetta http://visindavefur.is/svar.php?id=4075.
sidast thegar eg athugadi tha var radherra bakamala buinn ad segja af ser og thar med buinn ad axla abyrgd….
annars eru thetta einstaklega hressandi komment og sanna nakvaemlega innihald thessa pistils.
Engin vinstristjórn á Íslandi hefur setið heilt kjörtímabil.
Það er einfaldlega staðreynd. Einar, rifjaðu líka aðeins upp árangur Íslenskra vinstristjórna í efnahagsmálum hingað til, það er engin skröksaga að þeim hafi hingað til ekki verið treystandi fyrir budgetinu. Peningaprentun hefur þvímiður alla tíð verið þeirra lausn á málunum, og maður er núþegar farinn að heyra þá “lausn” nefnda á nafn.
Þó að margt hafi farið úrskeiðis hér, er ennþá þvímiður hægt að fokka upp mjög mörgu, og þessi stjórnarslit hafa nákvæmlega ekkert með hagsmuni almenningsa að gera, heldur bara til að rúnka pólítísku Egói e-ar klíku. Ég vona þó innilega að þetta gangi upp, við þurfum nauðsynlega á stöðugu stjórnarfari að halda akkúrat núna. Það skiptir eiginlega bara öllu máli.
N.b. ég er hægrimaður, en Sjálfstæðisflokkinn mun ég ekki kjósa næst þar sem hann hefur gert of mörg mistök uppá síðkastið. Ég neita einnig að láta þagga í mér með e-u sjálfumglöðu raupi í vinstrimönnum landsins sem halda að nú séu þeir komnir með ævilangan haltukjafti-rétt á hægrimenn.
Eitt til viðbótar, hvernig er hægt að verja það, að slíta stjórnarsamstarfinu til þess eins að annar starfsflokkurinn fari svo þráðbeint í stjórn aftur með sömu ráðherrum og voru ?
MRS mér sýnist innihald þessa pistils vera að allir þeir sem fíla ekki VG eða samfó séu sjálfstæðismenn og kommentin sanna það nú bara ekki neitt
bæði ég og valli erum búin að segja að við myndum ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn (ok ég sagði það ekki orðrétt en það var það sem ég meinti)
en það er voða erfitt að rökræða við einhverja sem halda með flokkum eins og fótboltaliði..
Ragga segir
Jú, skattar verða væntanlega hækkaðir á næstunni. Það var nú að mig minnir búið að tilkynna um skattahækkanir af stjórn Sjálfstæðisflokksins. Og ef það þarf að hækka skatta þá er það væntanlega aðallega vegna þess að ríkið hefur þanist út í þenslunni undir stjórn Íhaldsins og skuldirnar margfaldast í bankahruninu. Það verður svo verkefni næstu ríkisstjórnar að þrífa upp skítinn.
Ber Samfylkingin ekki á þessu ábyrgð? Jú, auðvitað. Enda er ég hundfúll útí flokkinn og allmarga sem þar eru í fremstu víglínu. En sökin er hins vegar mun meiri hjá flokknum sem hefur verið í forystu í ríkisstjórn í 17 ár.
Nei, ég hef ekki fengið leyfi frá ráðherra fyrir því. Ég þurfti reynar heillengi að spá í hvar ég væri að kalla mig hagfræðing, þar sem ég geri það nú aldrei, heldur frekar framkvæmdastjóra ef ég er spurður um titil. Sá það svo á “um mig” síðunni, sem á er ýmis texti sem ég þarf að uppfæra.
Í Bandaríkjunum má ég kalla mig hagfræðing. Ég missi ekki mikinn svefn þó ég megi ekki gera það á Íslandi.
Vona að þetta angri þig ekki svo mjög, frekar en málvillur mínar.
Schweppes segir
Uuuuh, rétt hjá þér. Hvað kemur þetta málinu við?
Valli segir
Hvenær hafði vinstri stjórn síðast til þess tækifæri? Ég myndi halda að flestir sem lesa þessa síðu hefðu þá rétt verið fæddir (eða ófæddir). Það að einhverju fólki sem var uppá sitt besta í stjórnmálum árið 1970-og-eitthvað hafi ekki tekist að framkvæma ákveðna hluti eru fáránleg rök fyrir því að fólk í dag geti ekki gert eitthvað.
Hvaða bull er þetta, Katrín?
mér finnst heldur ekkert nóg að bankamálaráðherrann axli ábyrgð með að segja af sér
forystan hjá samfó var svo sannfærð sjálf um að hann væri óhæfur að hann fékk ekki einu sinni að vera með í ákvörðunum er varða bankana og hvað þá hitta seðlabankastjórann
af hverju settu þau ekki einhvern annan í djobbið?
einar þú lítur bara á þetta sem svart og hvítt
ef ég held ekki með vg eða samfó þá held ég með sjálfstæðisflokknum
svo skiptir engu þó samfó sé búið að drulla uppá bak og þá er haldið með þeim í gegnum súrt og sætt
það er fótboltaliðs samlíkingin..
ég vil bara fá einhvern hæfan, skítsama í hvaða flokki það lið er..
þess vegna vil ég ekkert að 50% af ríkisstjórninni sem sat núna þegar mesta messið gekk yfir fái að sitja áfram, bara með einhverjum öðrum.. þar sem aðal gæinn er búinn að vera á þingi í 25 ár
Hvar sagði ég það?
Hvaða bull er þetta eiginlega? Hafa verið margir pistlar á þessari síðu að undanförnu þar sem að Samfylkingunni er hrósað? Þessi pistill fjallaði nánast eingöngu um gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn og hroka í Sjálfstæðismönnum sem halda að þeir einir geti stjórnað þrátt fyrir vísbendingar um annað. Það er ekki minnst einu jákvæðu orði á Samfylkinguna.
þú ert að tala um hroka í sjáflstæðismönnum og notar mig sem dæmi!
Ok, ég hefði mátt sleppa því. Ég henti þessu bara inn sem dæmi um það sem fólk var að skrifa. Ég hef alla tíð talið þig styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Ef ég hefði geta vísað í Facebook skilaboð þá hefði ég sett þetta inn, en ég var nýbúin að lesa þína síðu þegar ég skrifaði þetta og því fórst þú þarna inn með öðrum manni sem er augljóslega Sjálfstæðismaður.
Góðir punktar.
Varðandi atv.leysi er það helst að segja að uppsagnir bankamanna eru ekki enn taldar með í reikninginn. 1. febrúar kemur holskefla af fólki í löngum biðröðum að skrá sig atvinnulaust. Næstu 2-3 mánuði á eftir verður stanslaus straumur starfsfólks í verslunum og þjónustu sem nú eru með allt sitt á brunaútsölu.
13% atvinnuleysi er bjartsýnistala.
Varðandi Björgvin sem axlaði ábyrgð þá verður honum nú ekki kennt um ástand mála nema að litlu leyti. Hann tók við búi sem framsóknarmenn og sjálfstæðismenn höfðu byggt, höll reist á kviksandi. Björgvin hefði eflaust með mikilli fyrirhyggju getað takmarkað höggið sem síðar kom en líklega varð reynsluleysi honum fjötur um fót, það hefði verið hvaða manni sem er mjög erfitt að hefja störf í þessu embætti á því að ráðast á bankana sem nutu á þeim tíma aðdáunar þjóðarinnar. Björgvin hefði á þessum 2 árum ekki getað bjargað bönkunum.
Það voru aðrir menn sem hefðu getað haft áhrif á starfsemi bankanna, t.d. með því að auka bindiskyldu úr núll í 30% og þar með krefjast þess að bankarnir losuðu um eignir í útlöndum til að treysta stöðu sína. Seðlabankastjóri í ónefndu landi beitti þessu vopni einmitt fyrir nokkru, þegar bankarnir mótmæltu hótaði seðlabankastjórinn því að setja bindiskyldu í 50%. Það þaggaði niður í þeim.
Þessir menn, sem gátu haft áhrif á stöðu íslensku bankanna, íslensku seðlabankastjórarnir, gerðu ekkert. Geta þeir kennt reynsluleysi um? Think not.
Burt með þá!
Það er ekki svo ýkja langt síðan vinstristjórnir voru reyndar hér. Hérna er listinn í öfugri tímaröð, með líftímanum :
Framsóknarflokkurinn
Alþýðuflokkurinn
Alþýðubandalagið
Lifði 28. september 1988 – 10. september 1989
Framsóknarflokkurinn
Alþýðuflokkurinn
Alþýðubandalagið
Borgaraflokkurinn
Lifði 10. september 1989 – 30. apríl 1991
Framsóknarflokkurinn
Alþýðuflokkurinn
Alþýðubandalagið
Lifði 1. september 1978 – 15. október 1979
Framsóknarflokkurinn
Alþýðubandalagið
Samtök frjálslyndra og vinstrimanna
Lifði 14. júlí 1971 – 28. ágúst 1974
Hræðslubandalagið
Alþýðubandalagið
Lifði 24. júlí 1956 – 23. desember 1958
Nákvæmlega Valli.
Semsagt, vinstri stjórn hefur ekki haft möguleika á að sitja heilt kjörtímabil síðan 1978. Í 31 ár.
Talandi um fótboltalið, þá eru aðeins tvö lið í deildinni. Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn (dálítið eins og Bayern Munchen og Manchester United) Það er ákveðinn hópur sem fylgir þessum íslensku liðum sínum án nokkurs tillits til þess hvernig þeim gengur eða hvaða verk þeir vinna. Í tilfelli sjálfstæðismanna er hópurinn nokkuð stór, líklega 18-23% sem aldrei nokkurn tíma mun kjósa annað (nema kannski ef Davíð kemur með sérframboð, þá verður kreppa hjá sjálfstæðismönnum). Í tilfelli Framsóknar eru þetta líklega 10% (þótt færri játi það í skoðanakönnunum).
Aðrir flokkar sem nú sitja á þingi hafa aldrei haft slíka fylgispekt enda eru þeir ekki trúfélög. Ég fagna því að fólk skuli standa utan trúfélaga, það er nefnilega ekki til neinn endanlegur sannleikur, sérstaklega ekki í pólitík.
Hugsjónir flokkanna eru misjafnar, klisjan er einhvern veginn svona:
Sjálfstæðisfl. er flokkur fyrir þá sem vilja helst eignast sem mest af peningum, allavega meira en aðrir og auðvitað vernda sérhagsmuni kvótaeigenda.
Samfylkingin er flokkur fyrir þá sem vilja aukinn samjöfnuð í þjóðfélaginu en treysta sér ekki til að gera það hjálparlaust og vilja því renna saman við Evrópu, virðist að miklu leyti annars sama um allt hitt.
Framsóknarfl. er flokkur fyrir þá sem vilja vernda íslenskan landbúnað og koma í veg fyrir að afurðir annarra landa fái tækifæri til að keppa á jöfnum markaði, jafnframt fólk sem vill vernda sérhagsmuni kvótaeigenda.
Frjálslyndir vilja setja kvóta á markað (hvers vegna vilja sjálfstæðismenn, talsmenn markaðshyggjuafla setja allt á markað nema kvóta?) en er annars að mestu leyti sama.
Vinstri Grænir vilja vernda náttúru Íslands umfram allt, vilja taka peninga af hinum ríku til að dreifa til hinna fátæku. Hrói Höttur alþýðunnar en að ósekju sakaður um að vera alltaf á móti öllu þegar þeir eru í raun aðeins á móti því að hinir ríku verði ríkari. Vilja að Ísland standi utan Evrópu en hefur ekki tekist að skýra almennilega hvernig það á að gera.
Þetta eru hálfvitalegar klisjur en endurspegla því miður viðhorf allt of margra í dag. Sem er ástæðan fyrir því að það á að leggja niður þetta trúfélagakjaftæði, aðskilja ríkisstjórn frá þingi, þannig gefst almenningi kostur á að tryggja að aðilar með mismunandi viðhorf þurfi að ræða saman í staðinn fyrir alræðisvald sem hingað til hefur tíðkast og yfirleitt í boði Sjálfstæðisflokksins.
Frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum vilja einkavæða heilbrigðiskerfi, menntakerfi, selja ríkisútvarpið (sem virðist vera eini fjölmiðillinn sem hefur enn sem komið er smá snefil af integrity og heiðarleika enda ekki með bein tengsl við ríkisbubba) og helst gera auðmönnum þjóðarinnar sem auðveldast að ráðskast með auðlindir þjóðarinnar.
Enn og aftur, viljum við það? Viljum við ekki bara EITTHVAÐ ANNAÐ, allt nema þetta?
Tjah, en sko punkturinn er sá, að jafnvel þegar Steingrímur Hermanns hafði tækifæri til að halda vinstri ríkisstjórn þó ekki nema væri út tímabilið, þá mistókst það.
Granted að A-flokkarnir voru náttlega í rústum á þessum tíma og hver höndin upp á móti annari í þeim, en svo er að mér hvíslað að það sé þvímiður satt með Samfó núna.
Nú er ég ekki fróður um þessi mál, en las einhvers staðar að það gengi ekki að hafa stýrivexti í 1-2% ef að verðbólgan væri eins og hérna í 20%.
Og þótt ég sé enginn aðdáandi Davíðs, þá er í raun fáránlegt að hann þurfi að taka einn við gagnrýni sem Seðlabankinn fær á sig. Hann er einn þriggja bankastjóra, er væntanlega ekki mikið að taka einhliða ákvarðanir þarna, en vissulega formaður bankastjórnar.
En nýja stjórnin hefur svo frjálsar hendur, því ef eitthvað fer úrskeiðis, sama þótt það sé þeim að kenna eða ekki, þá mun ríkisstjórnin bara kenna Sjálfstæðisflokknum um ófarirnar.
Svo fordæmdu margir stuðningsmenn nýju ríkisstjórnarinnar, að dýralæknirinn Árni Mathiesen væri fjármálaráðherra (ég gerði það vissulega líka). Er eitthvað skárra núna að við fá jarðfræðing sem fjármálaráðherra?
Var það ekki annars Árni Magnússon sem hækkaði lánshlutfall Íbúðalánasjóðar í 90% og flúði svo? Menn hafa bent á að þetta hafi líka farið úrskeiðis þegar Clinton gerði held ég svipaða hluti í Bandaríkjunum. Minnir að hann hafi sagt að allir ættu að eiga sitt eigið heimili. Svo fór allt í fokk þegar þetta fólk sem tók lánin gat ekki borgað af þeim. Menn mega leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál, man þetta ekki alveg nákvæmlega.
Já, það er afleit söguskoðun að kenna Sjálfstæðisflokk og Davíð um allt. Framsóknarmenn tóku þátt í ruglinu og hinir í raun líka …eða höfðu ekki bolmagn til að veita viðspyrnu. Þegar valdamenn sitja of lengi (undanskil ekki formann Samfylkingar) á valdastólum (ruglist ekki saman við þingstól) fer að hrjá þá fullkominn skortur á umhyggju gagnvart þeim sem minna mega sín og fullkomið virðingarleysi gagnvart því fólki og skoðunum þess. Þessi veiki hefur því miður sýnt sig að hrjáir Sjálfstæðisflokkinn meira en aðra, líklega vegna þess hversu lengi valdasprotinn hefur verið í hendi þeirra.
Verðandi Forsætisráðherra verður þó seint sökuð um að bera ekki umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín. Ætli það sé ekki leitun að betri eiginleika hjá valdamönnum þjóðarinnar í dag.
Væri nú ekki rétt að gefa jarðfræðingnum sjens? Ef hann klúðrar málunum jafn svakalega og Árni gerði, þá mun hann svo sannarlega fá sinn skerf af gagnrýni. Hérna er ágætis pistill frá miklum spekingi um þetta.
Öllu verra er þegar að Seðlabankastjóri er svo lögfræðingur og stjórnmálamaður.
Þeir eru nú þrír, og þar af tveir hagfræðingar. Og hefur Davíð ekki líka sérfræðinga sér til aðstoðar, þótt hann væri einn?
En úr því þú gerðir einhvern tímann samanburð á menntun seðlabankastjóra hérlendis og erlendis, þá má benda á að:
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, er hagfræðingur.
Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, er hagfræðingur
Peer Steinbrück, fjármálaráðherra Þýskalands, er hagfræðingur
Alistair Darling, fjármálaráðherra Stóra-Bretlands, er lögfræðingur
Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, er lögfræðingur
Þótt tveir síðastnefndu séu ekki hagfræðingar, þá finnst mér skárra að hafa einhvern sem hefur nemið lög í fjármálaráðuneytinu en einhvern sem hefur stúderað basalt og kvars.
Þó má vel vera að Steingrímur muni standa sig með prýði, verði hann fjármálaráðherra. Ég vil bara almennt hafa sérfræðinga á sínu sviði til að stjórna ráðuneytunum. Það er kannski erfiðara með samgönguráðuneytið og slíkt, en ætti að vera vel hægt með viðskiptaráðuneytið, fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Raunar hefur dómsmálaráðherra iðulega verið lögfræðimenntaður, sem má rekja til til fjölda lögfræðinga á þingi. Ég vil heldur að það sé leitað út fyrir þá sem sitja á þingi við skipan ráðherra, þannig að besti mögulegi kandídatinn verði fyrir valinu.
OT – Athugasemdin frá Ragnari minnti mig á þennan frábæra pistil eftir Hallgrím Helgason um samanburð á áhangendum fótbolta og ísl. stjórnmálaflokka:
http://www.visir.is/article/20080524/SKODANIR04/316656956/1132
eoe.is “Væri nú ekki rétt að gefa jarðfræðingnum sjens? Ef hann klúðrar málunum jafn svakalega og Árni gerði, þá mun hann svo sannarlega fá sinn skerf af gagnrýni.”
Nei. Eins og staðan er í dag er ekki rétt að gefa einhverjum sem eru sennilega ekki nógu hæfir séns – við Íslendingar höfum ekki efni á því. Það á ekki að kanna hvort hann geti hugsanlega ráðið við þetta.
En Steingrímur getur gert einn sem Árni Matt gerði ekki. Það er að ráða hæft fólk til að aðstoða sig og hlusta á það.
Sammála Einari.
Sjálfstæðismenn hafa ekkert lítið montað sig af þessu hagfræðiundri sem hefur ríkt hérna í nokkur ár. Vildu þeir meina að það hafi verið að lang mestum hluta þeim að þakka, en núna þegar loftbólan springur er það öllum öðrum að kenna en þeim. Semsagt þegar vel gekk – þeim að þakka, þegar illa gengur – ekki þeim að kenna.
Hvað varðar einkavæddu bankana, þá er það mér í fersku minni þegar bankarnir skiluðu hrikalegum hagnaði. Ekki skiluðu þeir því til fólksins með lægri vöxtum eða einhverju slíku, samt á fólkið í landinu að deila skuldunum þeirra á milli sín. Frábært kerfi.
Menn verða bara átta sig á því að eftirlitslaust, (eða eftirlits lítið, fer eftir því hvernig þú lýtur á það) frjálst markaðskerfi með litlu regluverki gengur bara ekki upp. Sorry þetta er bara spilakapall sem gengur ekki upp.
Eitthvað hefði nú dómsmál olíufélagana átt að klíngja einhverjum bjöllum hjá ráðamönnum. Þar sluppu toppanir við alvarlega refsingar….Afhverju? Eina skýringin hlítur að vera í lögum og reglum sem að Alþingi setur.
Heyr, heyr!