Páskahelgin

Páskarnir hérna í Stokkhólmi byrja vel. Veðrið hérna er hreinlega æðislegt, fínn hiti og sól og borgin full af fólki. Reyndar er hérna minna af fólki en síðustu daga þar sem að slatti af Stokkhólmar-búum fer alltaf uppí sveit um svona fríhelgar.

Margrét er að vinna í dag, en ég er búinn að fara á Serrano í Vällingby til að fá mér quesadilla að borða, sem er klárlega 45 mínútna lestarferðar virði. Og svo verslaði ég eitthvað smá í íbúðina okkar. Margrét er hins vegar í fríi á morgun og páskadag, svo að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt hérna í borginni.

Ég sit uppí sófa inní íbúðinni okkar, sem er að taka á sig mynd. Úti er sól og ég ætti að vera útá svölum, en ég nenni því ekki alveg þessa stundina. Við erum búin að fá allt dótið okkar frá Íslandi og erum byrjuð að vinna í því að koma því fyrir á sína staði. Okkur vantar ennþá eldhúsborð, skrifborð og allar hillur í íbúðina, þannig að skiljanlega eru fáir staðir til að setja dótið á. En þetta kemur smám saman.

* * *

Ég er annars orðinn nánast 100% hress. Sjónin er alveg komin og ég er nánast hættur að rekast á hluti. Ég er byrjaður að hlaupa úti og ég get varla sleppt því að hlaupa úti á eftir í þessu yndislega veðri.

Já, og ég breytti “um mig” síðunni eftir ítrekaðar kvartanir frá Margréti. Ég bý víst ekki lengur með vinum mínum í miðbæ Reykjavíkur, heldur með kærustunni minni í miðborg Stokkhólms. Rétt skal vera rétt.

3 thoughts on “Páskahelgin”

  1. Heyrðu vinur,.. mig langar að sjá myndir af íbúðinni. Taktu líka eina af svölunum og nánasta umhverfi. Gott að heyra að gamli Einar “is up and running”,… hefði samt verið gaman að taka einn körfubolta á móti þér með leppinn 🙂

    Mæli með svona fiskabúri í stofuna: http://www.youtube.com/watch?v=5InNVJ_Ythc

    Kær páskakveðja að sunnan,.. Borgþór og fjölsk.

    (p.s. knúsaðu hana Margréti fyrir okkur fyrir að sjá svona vel um þig á ögurstundu,..)

  2. Jamm, Borgþór – ég reyni að henda inn myndum af íbúðinni.

    Svo er auðvitað bara ein lestarferð til Stokkhólms. 🙂

Comments are closed.