Aðeins meira um ESB

Aðalsteinn Leifsson talar hér á fundi um mögulega ESB aðild Íslendinga. Hann tekur sérstaklega fyrir þau umkvörtunarefni, sem að andstæðingar aðildar hafa haft.

Ég mæli með því að allir horfi á þetta 13 mínútna myndband. Það hefur að mínu mati enginn komið með sannfærandi rök fyrir því að fara ekki í aðildarviðræður við ESB í kjölfar þessara kosninga. Efnahagskerfi landsins er í vondum málum og gjaldmiðillinn er algjörlega ónýtur með verðtryggingu, sveiflur og gjaldeyrishöft. Eina leið okkar útúr þessum vandamálum er að semja við ESB um aðild.

Ég hvet alla til að horfa á þetta myndband með Aðalsteini, sem er lektor við Háskólann í Reykjavík. Þar tekur hann fyrir á rólegan og yfirvegaðan hátt flest álitamál, sem gætu komið upp við aðildarviðræður:

Það væri algjörlega fáránlegt að við þessar astæður myndum við ekki einu sinni **láta á það reyna** hvers lags samning við gætum fengið við Evrópusambandið. Slíkur samningur yrði svo auðvitað ávallt borinn undir þjóðina.

Þeir sem vilja að Ísland sæki um ESB hafa bara einn kost í næstu kosningum og það er að kjósa Samfylkinguna. Hún er eini flokkurinn, sem hefur það skýrt á sinni stefnuskrá að sótt skuli verða um aðild strax að loknum kosningum. Eina leiðin til þess að ESB aðild verði ekki tekin af dagskrá er sú að Samfylkingin fái góðan stuðning í þessum kosningum.

Íslendingar eiga það skilið að fá að kjósa um aðildarsamning við ESB einsog allar hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fengið að gera.

(já, og hérna er líka ágætis samantekt um ESB)

3 thoughts on “Aðeins meira um ESB”

  1. Nú verður að fara af stað sama bylgja í Evrópuumræðunni og fór af stað í kjölfar bankahrunsins.

    Þetta er lífsspursmál!

  2. Gott innlegg í umræðuna. Ég ætla samt að kjósa Ástþór. Það er sko leiðin uppávið!

    Verður spennandi að fylgjast með næstu helgi.

    Kv. frá Sverige,.. Borgþór

  3. Ég var að spá, hvernig getur verið að menn geti verið á móti því að þjóðin fái að kjósa? Er hægt að verja það?

Comments are closed.