Í dag eru 20 ár frá Hillsborough slysinu. 96 nöfn, sem við munum aldrei gleyma.
Month: April 2009
The 100 Most Iconic Internet Videos
Frábær listi af Youtube myndböndum. Ekki skoða þessa síðu ef þú hefur eitthvað merkilegt að gera.
ESPN Chicago
ESPN er komið með vefsíðu sem fjallar bara um lið frá Chicago. Akkúrat það sem ég þurfti.
Páskahelgin
Páskarnir hérna í Stokkhólmi byrja vel. Veðrið hérna er hreinlega æðislegt, fínn hiti og sól og borgin full af fólki. Reyndar er hérna minna af fólki en síðustu daga þar sem að slatti af Stokkhólmar-búum fer alltaf uppí sveit um svona fríhelgar.
Margrét er að vinna í dag, en ég er búinn að fara á Serrano í Vällingby til að fá mér quesadilla að borða, sem er klárlega 45 mínútna lestarferðar virði. Og svo verslaði ég eitthvað smá í íbúðina okkar. Margrét er hins vegar í fríi á morgun og páskadag, svo að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt hérna í borginni.
Ég sit uppí sófa inní íbúðinni okkar, sem er að taka á sig mynd. Úti er sól og ég ætti að vera útá svölum, en ég nenni því ekki alveg þessa stundina. Við erum búin að fá allt dótið okkar frá Íslandi og erum byrjuð að vinna í því að koma því fyrir á sína staði. Okkur vantar ennþá eldhúsborð, skrifborð og allar hillur í íbúðina, þannig að skiljanlega eru fáir staðir til að setja dótið á. En þetta kemur smám saman.
* * *
Ég er annars orðinn nánast 100% hress. Sjónin er alveg komin og ég er nánast hættur að rekast á hluti. Ég er byrjaður að hlaupa úti og ég get varla sleppt því að hlaupa úti á eftir í þessu yndislega veðri.
Já, og ég breytti “um mig” síðunni eftir ítrekaðar kvartanir frá Margréti. Ég bý víst ekki lengur með vinum mínum í miðbæ Reykjavíkur, heldur með kærustunni minni í miðborg Stokkhólms. Rétt skal vera rétt.
Inside Look – Iceland's Credit Crisis – Bloomberg
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra kemur gríðarlega vel fyrir í viðtali um Ísland hjá Bloomberg.
The Onion: Prague's Franz Kafka International Named World's Most Alienating Airport
Verulega fyndið!
STÓRFRÉTT! Tveir Sjálfstæðismenn deila á netinu.
Tveir Sjálfstæðismenn deila á lokaðri Feisbúk síðu. Þetta stórmál ratar svo í fjölmiðla.
Framhaldið
Fyrir það fyrsta, þá verð ég að nýta tækifærið og þakka öllum kærlega, sem hafa sent mér kveðju á Facebook, í gegnum email, síma eða hér á blogginu. Ég mun reyna að svara öllum, en það mun bara taka smá tíma.
Það er núna rétt rúm vika síðan að ég fékk heilablóðfallið og ég hef það ótrúlega gott. Það gott að ég var útskrifaður af spítalanum á mánudaginn. Ég hitti tvo íslenska lækna þann daginn og þau voru sammála um að erfitt væri að útskýra þetta heilablóðfall. En svona eru hlutirnir stundum – þeir bara gerast án skýringa. Sama þótt ég væri ekki í neinum af áhættuhópunum þá bara gerðist þetta.
Sjónin í mér er ennþá dálítið brengluð (ég er með lepp þegar ég skrifa þetta), minnið er smá skrýtið og jafnvægisskynið er enn í ólagi (ég held áfram að rekast á hluti, sem eru hægra megin við mig) – en ég get varla kvartað. Ég er allavegana ótrúlega heppin hvað ég slapp vel útúr þessu áfalli. Emil er hérna úti til að hjálpa við daglega reksturinn á Serrano í Svíþjóð og það hjálpar líka hvað íslensku stelpurnar tvær, Sandra og Elínborg, sem sjá um að reka staðinn í Vällingby eru traustar.
* * *
Ég byrja hjá sjúkraþjálfara í endurhæfingu á föstudaginn. Þangað til má ég lítið hreyfa mig fyrir utan göngutúra. Í næstu viku má ég vonandi byrja að hlaupa úti, en ég þarf líklega að bíða í 4-5 vikur eftir því að ég geti byrjað að lyfta lóðum aftur. Læknarnir voru svo sammála um að Íslandsferðin, sem við Margrét höfðum skipulagt um páskana, kæmi of stuttu eftir áfallið og því urðum við að aflýsa henni.
Við munum því eyða páskunum hérna í vor-stemningunni í Stokkhólmi. Það er ekki slæmt því að við fluttum inní íbúðina okkar í gær. Það er reyndar verið að mála hana, þannig að við getum lítið unnið í henni fyrr en á föstudag. En við borðuðum allavegana fyrstu máltíðina þar í gær. Það var pizza, sem við borðuðum ásamt Emil á gólfinu í eldhúsinu.
Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessari nýju íbúð. Þetta er í raun í fyrsta skipti sem ég er að flytja inná stað sem ég er að tryllast úr spenningi fyrir. Allir aðrir staðir sem ég hef búið á síðustu 10 árin hafa annaðhvort verið skammtíma leiguíbúðir eða þá íbúðin mín í Vesturbænum sem ég var aldrei neitt sérlega spenntur fyrir. Það er því dálítið ný lífsreynsla hjá mér að láta mig það varða hvernig hlutirnir inní íbúðinni líta út.