San Pedro de Sula

Hérna er gott myndasafn á Big Picture frá San Pedro Sula í Hondúras. Ég stoppaði stutt við í þeirri borg fyrir 8 árum á ferðalagi mínu um Mið-Ameríku. Þá var borgin þekkt sem sú borg sem hafði hæst hlutfall alnæmis í Ameríku. Í dag er borgin sú borg í heiminum þar sem ofbeldi er verst.

Ef fólki vantar ástæður til þess að nota ekki ólögleg vímuefni þá er ágætt að skoða þessar myndir og sjá hvernig að eftirspurn okkar vesturlandabúa eftir fíkniefnum er að eyðileggja lönd í Mið-Ameríku einsog Hondúras og Mexíkó þar sem að eiturlyfjagengi ráða öllu og beita hvor aðra og almenning ótrúlega grimmilegu ofbeldi án þess að lögreglan geti neitt gert. Þetta er sorglegt ástand.

The NFL’s Secret Drug Problem – MensJournal.com

The NFL’s Secret Drug Problem – MensJournal.com. – Mögnuð grein um það hversu margir fyrrverandi NFL leikmenn eru algjörlega háðir sterkum verkjalyfjum jafnvel mörgum árum eftir að þeir hætta að spila í deildinni. Ég get ekki horft lengur á NFL þegar ég hugsa um hversu algengt er að menn fái heilaskaða og þetta gerir það ekki beint líklegra að ég byrji að horfa.