Grunnbúðir Everest

Facebook var að stríða mér með einhverri minningu um það að fyrir mörgum árum keypti ég Lonely Planet bækur fyrir Nepal og Bhutan og ætlaði að fara í ferðalag þangað. Ég hef aldrei látið verða af því en ég hugsa oft um þessi lönd. Brady Haran, sem er annar umsjónarmanna uppáhalds podcastsins míns Hello Internet, hefur til að mynda dásamað ferðalag sitt til Bhutan. Allavegana, hérna er skemmtileg myndasaga frá gönguferð frá Lukla upp að grunnbúðum Mount Everest í Nepal.

Serial

Serial er mest umtalaði podcast þáttur heims þessar vikurnar og ekki furða því þetta er frábær sería. Í Serial er fjallað er um morð á ungri stelpu í Bandaríkjunum, sem fyrrverandi kærasti hennar er dæmdur fyrir. Spennan hefur aðeins dalað í síðustu þáttum, en þeir eru þó yfir heildina verulega góðir.

The NFL’s Secret Drug Problem – MensJournal.com

The NFL’s Secret Drug Problem – MensJournal.com. – Mögnuð grein um það hversu margir fyrrverandi NFL leikmenn eru algjörlega háðir sterkum verkjalyfjum jafnvel mörgum árum eftir að þeir hætta að spila í deildinni. Ég get ekki horft lengur á NFL þegar ég hugsa um hversu algengt er að menn fái heilaskaða og þetta gerir það ekki beint líklegra að ég byrji að horfa.