Facebook var að stríða mér með einhverri minningu um það að fyrir mörgum árum keypti ég Lonely Planet bækur fyrir Nepal og Bhutan og ætlaði að fara í ferðalag þangað. Ég hef aldrei látið verða af því en ég hugsa oft um þessi lönd. Brady Haran, sem er annar umsjónarmanna uppáhalds podcastsins míns Hello Internet, hefur til að mynda dásamað ferðalag sitt til Bhutan. Allavegana, hérna er skemmtileg myndasaga frá gönguferð frá Lukla upp að grunnbúðum Mount Everest í Nepal.