What’s Alan Watching?: The Wire, Season 2

What’s Alan Watching?: The Wire, Season 2 – Við Margrét kláruðum í gær að horfa á seríu númer 2 af The Wire.  Sería 1 var alls ekki létt.  Ég hef ábyggilega horft á fyrstu 3 þættina í þeirri seríu 3-4 sinnum, en ég gafst alltaf upp. En við ákváðum að horfa á alla seríuna og þættirnir urðu bara betri og betri.  Sería 2 er að mínu mati algjörlega frábær.  Við gátum ekki beðið eftir því að horfa á næsta þátt.  Þetta eru stórkostlegir þættir, sem allir ættu að horfa á.

Snabba Cash

Snabba Cash – Ég og Margrét lásum bæði bókina Snabba Cash á Indlandi og svo horfðum við á myndina eftir að við komum heim. Okkur fannst báðum bókin verulega skemmtileg, en myndin er slöpp. Þannig að ef þú hefur séð/lesið hvorugt þá mælum við klárlega með bókinni.